Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 09:56 Hera Björk fór af sigur með hólmi í Söngvakeppninni í ár. Öll önnur ár hefði hún sjálfkrafa farið í Eurovision en árið í ár er öðruvísi. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann. Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00