Heimir myndi elska það að vera með Greenwood í sínu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 06:31 Heimir Hallgrímsson og Mason Greenwood gætu unnið saman í næstu framtíð verði Eyjamanninum að ósk sinni. Samsett/Getty/Getty/Matthew Ashton/Alex Caparros/ Heimir Hallgrímsson talaði á ný um áhuga sinn á því að Mason Greenwood verði landsliðsmaður Jamaíku. Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira