Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2024 20:00 Róbert og Guðný búa í húsbílnum með börnunum sínum tveimur. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“ Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira