Faðir Verstappens vill losna við Horner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2024 13:30 Max Verstappen og Christian Horner fagna sigri Red Bull í kappakstrinum í Barein, fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. getty/Clive Rose Faðir Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, vill losna við Christian Horner sem liðsstjóra Red Bull. Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira