Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 12:00 Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Sigurjón Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“ Eurovision Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“
Eurovision Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira