Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:02 Eiður Smári er fæddur árið 1978 en Árni Oddur 1969. Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita. Frægir á ferð Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita.
Frægir á ferð Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira