Forseti La Liga vill halda Greenwood á Spáni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 17:30 Mason Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá Manchester United síðasta sumar. Alex Caparros/Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga, segist vona að Mason Greenwood spili áfram í spænska boltanum eftir að lánsdvöl hans hjá Getafe lýkur. Greenwood er á láni hjá Getafe frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hann gekk til liðs við Getafe á lokadegi félagsskiptagluggans síðasta sumar. Upprunalega ætlaði United að halda Greenwood innan raða félagsins eftir að mál hans var látið niður falla þar sem hann var sakaður um heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar. Félagið sagði svo frá því á sínum tíma að líklega væri betra ef Greenwood myndi spila annarsstaðar og gaf sterklega í skyn að sóknarmaðurinn myndi aldrei spila fyrir Manchester United aftur. Sir Jim Ratcliffe, nýr meðeigandi félagsins, hefur þó sagt að nú sé mögulega kominn tími til að skoða stöðuna á nýjan leik. LaLiga chief Javier Tebas wants Mason Greenwood to stay in Spain beyond this season... as he insists the exiled Man United forward's loan at Getafe has not tarnished the league's reputation https://t.co/4S9n9WAR91— Mail Sport (@MailSport) February 29, 2024 Eins og áður segir vill Javier Tebas þó halda Greenwood á Spáni. „Ég er lögfræðingur og ef einhver er fundinn saklaus í sakamáli þá er ekkert meira sem þarf að segja,“ sagði Tebas, en þrátt fyrir lögfræðigráðuna talar hann um að Greenwood hafi verið fundinn saklaus þegar hið rétta er að málið var látið niður falla. „Hann er að standa sig virkilega vel sem leikmaður og ég vona að hann velji að vera um kyrrt á Spáni. Það væri gott fyrir okkur. Þá sagði Tebas einnig að fólk ætti að virða viðurstöðu dómstóla. „Þið ættuð að virða réttarkerfið. Fólk er kannski að fordæma hann í fjölmiðlum, en við verðum að virða niðurstöðu dómstóla. Það er ekkert meira sem hægt er að segja um það.“ „Hann var ekki fundinn sekur hérna þannig mér er alveg sama,“ sagði Tebas að lokum. Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Greenwood er á láni hjá Getafe frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hann gekk til liðs við Getafe á lokadegi félagsskiptagluggans síðasta sumar. Upprunalega ætlaði United að halda Greenwood innan raða félagsins eftir að mál hans var látið niður falla þar sem hann var sakaður um heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar. Félagið sagði svo frá því á sínum tíma að líklega væri betra ef Greenwood myndi spila annarsstaðar og gaf sterklega í skyn að sóknarmaðurinn myndi aldrei spila fyrir Manchester United aftur. Sir Jim Ratcliffe, nýr meðeigandi félagsins, hefur þó sagt að nú sé mögulega kominn tími til að skoða stöðuna á nýjan leik. LaLiga chief Javier Tebas wants Mason Greenwood to stay in Spain beyond this season... as he insists the exiled Man United forward's loan at Getafe has not tarnished the league's reputation https://t.co/4S9n9WAR91— Mail Sport (@MailSport) February 29, 2024 Eins og áður segir vill Javier Tebas þó halda Greenwood á Spáni. „Ég er lögfræðingur og ef einhver er fundinn saklaus í sakamáli þá er ekkert meira sem þarf að segja,“ sagði Tebas, en þrátt fyrir lögfræðigráðuna talar hann um að Greenwood hafi verið fundinn saklaus þegar hið rétta er að málið var látið niður falla. „Hann er að standa sig virkilega vel sem leikmaður og ég vona að hann velji að vera um kyrrt á Spáni. Það væri gott fyrir okkur. Þá sagði Tebas einnig að fólk ætti að virða viðurstöðu dómstóla. „Þið ættuð að virða réttarkerfið. Fólk er kannski að fordæma hann í fjölmiðlum, en við verðum að virða niðurstöðu dómstóla. Það er ekkert meira sem hægt er að segja um það.“ „Hann var ekki fundinn sekur hérna þannig mér er alveg sama,“ sagði Tebas að lokum.
Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti