Sú besta í heimi segir að HM-titill Spánverja hafi litlu breytt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 07:30 Aitana Bonmati þykir að mati margra vera besta knattspyrnukona heims í dag. Hér er hún í landsleik með Spáni. Getty/Manu Reino Kvennafótboltinn á Spáni hefur ekki grætt neitt á heimsmeistaratitli spænska landsliðsins. Þetta er skoðun Aitana Bonmatí sem var kosin besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024 Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira