„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 18:24 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði og lagði upp í sigrinum mikilvæga. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. „Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
„Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30