Einkunnir Íslands: Sveindís Jane og Bryndís Arna afgreiddu Serba Íþróttadeild skrifar 27. febrúar 2024 17:40 Íslenska liðið að fagna marki á Kópavogsvelli í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann endurkomusigur gegn Serbíu 2-1. Gestirnir komust yfir og útlitið var ekki bjart. Sveindís Jane sýndi það hins vegar að hún er endakallinn í þessu liði og átti þátt í báðum mörkum Íslands. Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira