Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 12:28 Palestínumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í kjölfar árásar Ísraelsmanna á Rafah-borg í dag. Abed Rahim Khatib/Anadolu via Getty Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira