Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Atriði Finna er í óhefðbundnari kantinum. Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi. Finnska ríkisútvarpið segist í tilkynningu fallast á ákvörðun Sambands evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, varðandi val á þátttökuþjóðum. Þar hefur þótt umdeilt að Ísrael fái að keppa vegna árása þeirra á Gaza undanfarna mánuði þar sem á þriðja tug þúsunda Palestínumanna er talinn látinn. Finnska ríkisútvarpið segist hafa rætt við sigurvegara söngvakeppninnar þar í landi Windows95man, sem ætlar að halda áfram undirbúningi fyrir keppnina í Malmö. Teemu Keisteri, skapari karakterins Windows95man, og söngvarinn Henri Piispanen segja að eina rétta ákvörðun EBU hefði verið að meina Ísrael að taka þátt. „Hins vegar teljum við ekki að sniðganga okkar myndi hafa áhrif. Þess í stað höfum við hafið samtal við aðra þátttakendur og velt fyrir okkur leiðum til að hafa áhrif og nýta stöðuna til að setja þrýsting á EBU. Ákvörðunin var erfið en liggur nú fyrir.“ Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi höfðu í byrjun janúar skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess varr krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgengi Eurovision fengi Ísrael að taka þátt. Svipuð umræða hefur átt sér stað hér heima á Íslandi og hefur FÁSES, félag áhugafólks um Eurovision, meðal annars skorað á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina. Útvarpsstjóri fór þá leið að aðskilja Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision, og Eurovision. Ákvörðun um þátttöku Íslands yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni eftir samtal við sigurvegarann. Eurovision Finnland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið segist í tilkynningu fallast á ákvörðun Sambands evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, varðandi val á þátttökuþjóðum. Þar hefur þótt umdeilt að Ísrael fái að keppa vegna árása þeirra á Gaza undanfarna mánuði þar sem á þriðja tug þúsunda Palestínumanna er talinn látinn. Finnska ríkisútvarpið segist hafa rætt við sigurvegara söngvakeppninnar þar í landi Windows95man, sem ætlar að halda áfram undirbúningi fyrir keppnina í Malmö. Teemu Keisteri, skapari karakterins Windows95man, og söngvarinn Henri Piispanen segja að eina rétta ákvörðun EBU hefði verið að meina Ísrael að taka þátt. „Hins vegar teljum við ekki að sniðganga okkar myndi hafa áhrif. Þess í stað höfum við hafið samtal við aðra þátttakendur og velt fyrir okkur leiðum til að hafa áhrif og nýta stöðuna til að setja þrýsting á EBU. Ákvörðunin var erfið en liggur nú fyrir.“ Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi höfðu í byrjun janúar skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess varr krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgengi Eurovision fengi Ísrael að taka þátt. Svipuð umræða hefur átt sér stað hér heima á Íslandi og hefur FÁSES, félag áhugafólks um Eurovision, meðal annars skorað á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina. Útvarpsstjóri fór þá leið að aðskilja Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision, og Eurovision. Ákvörðun um þátttöku Íslands yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni eftir samtal við sigurvegarann.
Eurovision Finnland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56
Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12