Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 15:30 Svona hefur einn þeirra manna sem ætlaði að kaupa blóm í gær sennilega litið út þegar hann var að velta fyrir sér konudeginum. Í bakgrunni má sjá mynd af sígildu fingrarími sem var áður notað til að reika tímatil með fingrunum. Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar. Í gær var 18. febrúar á sunnudegi og skiljanlega héldu því margir að það væri konudagur. Blómasali segir þó nokkurn fjölda manna hafa komið til að kaupa blóm vegna konudagsins sem ekki var. „Það hefur verið lokað hjá okkur á sunnudögum í febrúar en ég var samt hérna í gær þó það væri lokað. Það var mikið tekið í hurðina,“ segir Lilja Dóra, blómasali hjá Blómagalleríi á Hagamel. „Svo var einn herramaður sem hringdi. Ég svaraði símanum og hann sagðist endilega þurfa að panta blóm. Ég sagði honum að það væri því miður lokað. Þá sagði hann Bíddu er ekki konudagurinn? og ég svaraði neitandi, sagði honum að hann hefði grætt heila viku,“ sagði hún. „Þannig þetta er almennur ruglingur í samfélaginu. Þeir eru nokkrir sem eru búnir að spyrja,“ sagði Lilja og bætti við að næsta sunnudag yrði hins vegar opið í Blómagalleríinu, enda konudagurinn þá. Rímspillirinn kemur á 28 ára fresti Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Sem var tilvikið í fyrra. Rímspillir þýðir í raun að verið sé að rugla í reikningnum sem veldur því að dagsetningar breytast. Á Vísindavefnum segir að rímspillir verði þegar sumarauka, viku sem er bætt við misseristalið á nokkurra ári fresti til að halda samræmi við árstíðaár, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er. „Þetta gamla íslenska tímatal eða misseristal hangir saman við sumardaginn fyrsta. Hann getur bara lent á ákveðnum dögum, frá 19. til 25. apríl,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur. Gunnlaugur Björnsson segir svo langt frá síðasta rímspillisári að allir séu búnir að gleyma því að það rugli í dagatalinu.Háskóli Íslands „Gamla árið er degi styttra heldur en árstíðaárið. Það eru 30 dagar í mánuði sinnum tólf plús fjórir þannig það eru 364 dagar í gamla árinu en 365 hjá okkur þannig þessar dagsetningar færast alltaf fram um einn dag á ári og ef sumardagurinn fyrsti myndi lenda á 18. apríl frekar en 19. þá er öllu hent aftur um heila viku,“ segir Gunnlaugur. „Það gerist á 28 ára fresti. Þá kemur svona rímspillir inn og ruglar allt kerfið. Þess vegna færist þetta aftur um eina viku, bæði Þorrinn og Góan, þegar konudagurinn er,“ bætir hann við. Bóndadagurinn færist líka en eru það bara þessir tveir? „Nei, það eru fleiri. En þetta eru þeir dagar sem flestir vita af og eru að hugsa um, bónda- og konudagurinn, segir Gunnlaugur. „Þetta byrjar í rauninni í júní í fyrra, rímspillirinn. Allir mánuðir sem venjulega byrja á tilteknum degi koma viku seinna. Fyrsti vetrardagur í fyrra kom viku seinna í fyrra og allir þessi gömlu íslensku misserisdagar eftir það. Konudagurinn er í raun síðasti dagurinn sem verður fyrir áhrifum og svo jafnar þetta sig eftir hlaupaár,“ segir Gunnlaugur Björnsson, Konudagur Blóm Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar. Í gær var 18. febrúar á sunnudegi og skiljanlega héldu því margir að það væri konudagur. Blómasali segir þó nokkurn fjölda manna hafa komið til að kaupa blóm vegna konudagsins sem ekki var. „Það hefur verið lokað hjá okkur á sunnudögum í febrúar en ég var samt hérna í gær þó það væri lokað. Það var mikið tekið í hurðina,“ segir Lilja Dóra, blómasali hjá Blómagalleríi á Hagamel. „Svo var einn herramaður sem hringdi. Ég svaraði símanum og hann sagðist endilega þurfa að panta blóm. Ég sagði honum að það væri því miður lokað. Þá sagði hann Bíddu er ekki konudagurinn? og ég svaraði neitandi, sagði honum að hann hefði grætt heila viku,“ sagði hún. „Þannig þetta er almennur ruglingur í samfélaginu. Þeir eru nokkrir sem eru búnir að spyrja,“ sagði Lilja og bætti við að næsta sunnudag yrði hins vegar opið í Blómagalleríinu, enda konudagurinn þá. Rímspillirinn kemur á 28 ára fresti Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Sem var tilvikið í fyrra. Rímspillir þýðir í raun að verið sé að rugla í reikningnum sem veldur því að dagsetningar breytast. Á Vísindavefnum segir að rímspillir verði þegar sumarauka, viku sem er bætt við misseristalið á nokkurra ári fresti til að halda samræmi við árstíðaár, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er. „Þetta gamla íslenska tímatal eða misseristal hangir saman við sumardaginn fyrsta. Hann getur bara lent á ákveðnum dögum, frá 19. til 25. apríl,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur. Gunnlaugur Björnsson segir svo langt frá síðasta rímspillisári að allir séu búnir að gleyma því að það rugli í dagatalinu.Háskóli Íslands „Gamla árið er degi styttra heldur en árstíðaárið. Það eru 30 dagar í mánuði sinnum tólf plús fjórir þannig það eru 364 dagar í gamla árinu en 365 hjá okkur þannig þessar dagsetningar færast alltaf fram um einn dag á ári og ef sumardagurinn fyrsti myndi lenda á 18. apríl frekar en 19. þá er öllu hent aftur um heila viku,“ segir Gunnlaugur. „Það gerist á 28 ára fresti. Þá kemur svona rímspillir inn og ruglar allt kerfið. Þess vegna færist þetta aftur um eina viku, bæði Þorrinn og Góan, þegar konudagurinn er,“ bætir hann við. Bóndadagurinn færist líka en eru það bara þessir tveir? „Nei, það eru fleiri. En þetta eru þeir dagar sem flestir vita af og eru að hugsa um, bónda- og konudagurinn, segir Gunnlaugur. „Þetta byrjar í rauninni í júní í fyrra, rímspillirinn. Allir mánuðir sem venjulega byrja á tilteknum degi koma viku seinna. Fyrsti vetrardagur í fyrra kom viku seinna í fyrra og allir þessi gömlu íslensku misserisdagar eftir það. Konudagurinn er í raun síðasti dagurinn sem verður fyrir áhrifum og svo jafnar þetta sig eftir hlaupaár,“ segir Gunnlaugur Björnsson,
Konudagur Blóm Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira