KSÍ tapaði 126 milljónum króna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2024 23:30 Rekstrarniðurstaða KSÍ er tap sem nemur 126 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér. KSÍ Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér.
KSÍ Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira