Ferskur andblær í hlustunarpartýi Ízleifs Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 18:01 Vinir og vandamenn fögnuðu nýrri plötu Ízleifs, sem kemur út á miðnætti, á Mánabar í Þjóðleikhúsinu. gunnar dagur Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Ljósmyndir af gestum og stemningu hlustunarpartýsins er að finna hér neðar í greininni. Ízleifur hefur undanfarin ár unnið með helstu röppurum landsins; Gísla Pálma, Sturla Atlas og Yung Nigo Drippin', svo einhverjir séu nefndir. Erlingur Freyr Thoroddsen Ízleifur, sem heitir réttu nafni Ísleifur Eldur Illugason, kveðst hafa unnið að plötunni nú í rúm þrjú ár. Hann hefur um hríð verið einn afkastamesti pródusent íslensku rappsenunnar. Ferskur hljómur í anda nýrri strauma rappsenunnar vestanhafs hefur einkennt tónlist Ízleifs hingað til. Það sama er uppi á teningnum á fyrstu plötu hans sem kemur út á miðnætti og ber nafnið Þetta er Ízleifur. Platan er gefin út af plötuútgáfu Priksins, Sticky. Góðum gestum bregður fyrir á plötunni, þar á meðal rapparanum Daniil og söngkonunni GDRN. Þá hefur umbrot og hönnun plötunnar, í höndum Erlings Freys Thoroddsen, vakið verðskuldaða athygli: View this post on Instagram A post shared by IZLEIFUR (@izleifur) Plötuumsslagið er í þema vegabréfs og lögin sjálf skrifuð sem vegabréfsáritanir. Erlingur Freyr Thoroddsen Greina mátti ferskan andblæ í loftinu á Mánabar síðasta þriðjudag og voru gestir sammála um að á ferðinni væri ansi efnileg plötufrumraun. Eins og áður segir er hún væntanleg á streymisveitur á miðnætti. Rapparinn Daniil kemur fram á plötunni.Gunnar Dagur Gestir fögnuðu vel og innilega.Gunnar Dagur Gísli Pálmi lét sig ekki vanta.gunnar dagur Sigfinnur Böðvarsson, Bergþór Másson, Dagur Sigurðarsson og Benedikt Andrason.gunnar dagur GDRN kemur einnig fram á plötunni.gunnar dagur Líkamsræktarfrömuðurinn Gummi Emil ásamt Ízleifi. gunnar dagur Adam Pálsson, Ágúst Beinteinn og Páll Orri ásamt ízleifi.gunnar dagur Tónlistarmaðurinn Lexi Picasso var á svæðinu.gunnar dagur Tónlist Menning Samkvæmislífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ljósmyndir af gestum og stemningu hlustunarpartýsins er að finna hér neðar í greininni. Ízleifur hefur undanfarin ár unnið með helstu röppurum landsins; Gísla Pálma, Sturla Atlas og Yung Nigo Drippin', svo einhverjir séu nefndir. Erlingur Freyr Thoroddsen Ízleifur, sem heitir réttu nafni Ísleifur Eldur Illugason, kveðst hafa unnið að plötunni nú í rúm þrjú ár. Hann hefur um hríð verið einn afkastamesti pródusent íslensku rappsenunnar. Ferskur hljómur í anda nýrri strauma rappsenunnar vestanhafs hefur einkennt tónlist Ízleifs hingað til. Það sama er uppi á teningnum á fyrstu plötu hans sem kemur út á miðnætti og ber nafnið Þetta er Ízleifur. Platan er gefin út af plötuútgáfu Priksins, Sticky. Góðum gestum bregður fyrir á plötunni, þar á meðal rapparanum Daniil og söngkonunni GDRN. Þá hefur umbrot og hönnun plötunnar, í höndum Erlings Freys Thoroddsen, vakið verðskuldaða athygli: View this post on Instagram A post shared by IZLEIFUR (@izleifur) Plötuumsslagið er í þema vegabréfs og lögin sjálf skrifuð sem vegabréfsáritanir. Erlingur Freyr Thoroddsen Greina mátti ferskan andblæ í loftinu á Mánabar síðasta þriðjudag og voru gestir sammála um að á ferðinni væri ansi efnileg plötufrumraun. Eins og áður segir er hún væntanleg á streymisveitur á miðnætti. Rapparinn Daniil kemur fram á plötunni.Gunnar Dagur Gestir fögnuðu vel og innilega.Gunnar Dagur Gísli Pálmi lét sig ekki vanta.gunnar dagur Sigfinnur Böðvarsson, Bergþór Másson, Dagur Sigurðarsson og Benedikt Andrason.gunnar dagur GDRN kemur einnig fram á plötunni.gunnar dagur Líkamsræktarfrömuðurinn Gummi Emil ásamt Ízleifi. gunnar dagur Adam Pálsson, Ágúst Beinteinn og Páll Orri ásamt ízleifi.gunnar dagur Tónlistarmaðurinn Lexi Picasso var á svæðinu.gunnar dagur
Tónlist Menning Samkvæmislífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira