Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát Boði Logason skrifar 18. febrúar 2024 07:00 Júlíus Víðir Guðnason er viðmælandi í nýjasta þættinum af Útkalli „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira