Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát Boði Logason skrifar 18. febrúar 2024 07:00 Júlíus Víðir Guðnason er viðmælandi í nýjasta þættinum af Útkalli „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira