„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee, ræðir á einlægan hátt um magaminnkandi aðgerð sem hann fór í, Æði þættina, félagskvíðann, fjölbreyttar hliðar fræðginnar, ástina og margt fleira í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Binna í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Brynjar Steinn Gylfason Varð að komast strax að í aðgerðinni Binni segist hafa glímt við félagskvíða og ofþyngd alla sína ævi og segir aðgerðina algjörlega hafa breytt lífi sínu. „Mini hjáveita er svona aðgerð til að minnka magann þinn. Þannig að núna borða ég minna og á auðveldara með að léttast,“ segir Binni. Í janúar 2023 urðu ákveðin vatnaskil í lífi hans þegar hann segist aldrei hafa verið þyngri. „Mér leið sjúklega illa, mig langaði bara að deyja og ég var á botninum í lífinu. Það var svo erfitt. Svo ákvað ég bara að fara og panta tíma hjá lækni og segja bara: Ég þarf að fara í aðgerð. Ég er búinn að reyna allt og þetta hefur verið ströggl allt mitt líf. Ég hef alltaf verið í ofþyngd og ég ólst upp við að fara í stanslausar ferðir til næringarfræðings ásamt því að fara í meðferðarmiðstöð fyrir matarfíkn.“ Margir sem þori ekki að segja frá slíkri aðgerð Hann segist hafa verið kominn með alveg nóg eftir að hafa prófað alls kyns úrræði og vildi einfaldlega bjarga lífi sínu. „Ég sá enga framtíð þannig að ég ákvað að panta tíma og fór bara í aðgerðina tveimur vikum síðar. Mig langaði bara að fara strax því þetta var bara svo erfitt, ég hataði bara lífið. Ég fór 13. febrúar 2023 og eftir það hefur verið svo gaman að sjá muninn á mér, hvernig ég var í fyrra og hvernig ég er í dag.“ Hann segir þetta sannarlega hafa verið stóra ákvörðun en hikaði þó ekki. Samt sem áður hafi hann ekki geta komist hjá því að hugsa um viðbrögð fólks. „Fólk hefur alveg sterkar skoðanir á svona aðgerðum og ég sjálfur viðurkenni að ég var á móti þessu fyrst. En þetta var það eina í stöðunni, ég þurfi að gera þetta og ég sé ekki eftir því.“ Hann segir að fólk sem telji það svindl að fara í svona aðgerð átti sig ekki á því hversu mikið vinna fylgir henni. Hann hafi þurft að læra allt upp á nýtt eftir aðgerðina og það hafi ekki verið auðvelt. „Mér finnst þetta alveg vera mjög mikið tabú. Fólk vill ekki viðurkenna að það hafi farið í svona aðgerð og ég skil það alveg. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt.“ Binni segir að umræðan um magaminnkandi aðgerðir einkennist af miklu tabú-i. Vísir/Hulda Margrét Mikilvægt að sýna að lífið sé ekki alltaf dans á rósum Í gegnum tíðina hefur Binni verið óhræddur við að opna á ýmsa umræðu um andlega heilsu og önnur málefni, bæði á sínum eigin miðlum og í þáttunum Æði. Þó að hann sé að segja frá aðgerðinni núna ári síðar segist hann þó alltaf hafa verið ákveðinn í því að segja frá þessu. „Ég er bara núna að koma út með þetta en það er ekkert af því ég þorði ekki að segja frá þessu. Mig langaði bara að hafa þetta aðeins fyrir sjálfan mig fyrst og svo ætlaði ég alltaf að koma út með þetta. Mér finnst líka mikilvægt að tala um þetta og sýna að lífið er ekki alltaf dans á rósum.“ Aðspurður hvort hann sé alltaf óhræddur að ræða um persónuleg málefni svarar Binni: „Ég þarf alveg oft að mana mig upp í þetta. En mér finnst alltaf mikilvægt að tala um svona hluti því ég veit að það getur hjálpað einhverjum þarna úti.“ Sem dæmi segist hann vita að hann hafi haft jákvæð áhrif með því að sýna frá hinseginleika sínum á samfélagsmiðlum í öll þessi ár. „Til dæmis fólk að hrósa mér fyrir að þora að vera ég sjálfur, vera eins og ég er og foreldrar að þakka mér að hafa hjálpað krökkunum sínum að koma út og alls konar svona. Það er svo gaman að heyra þetta því þá líður mér eins og ég sé að gera eitthvað.“ Binni Glee segir kærkomið að vita af því að hann geti haft jákvæð áhrif. Vísir/Vilhelm Segir of dýrt að fara til sálfræðings Binni hefur sem áður sagt glímt við andleg veikindi á borð við kvíða síðan í æsku. Það hafi hrjáð hann mikið en hann segir mjög gott að finna að allt sé á réttri leið hjá sér. „Andlega heilsan er ekkert fullkomin hjá mér en mér líður ótrúlega vel í dag og ég elska lífið og sjálfan mig. En ég er náttúrulega að reyna að vinna í því stöðugt. Og að sjá muninn á mér núna og fyrir ári síðan, ég er bara önnur manneskja. Ég er ekkert kominn þangað ég er enn að vinna í sjálfum mér, er enn að glíma við kvíða og stress,“ segir Binni og bætir við að hann ætli sér þó að tækla það. „Ég held að það sem hjálpar mér sé að ég er að verða eldri og eldri. Tíminn er núna og ég veit það. Núna er tíminn til að hafa gaman og lifa lífinu í engri eftirsjá. Ég er búinn að lifa lífinu svo lengi við það að líða illa og ströggla við þyngdina. Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess.“ Þegar Binni fór fyrst að verða frægur segist hann stöðugt hafa velt því fyrir sér hvað öðrum fyndist um sig og álit annarra skipti hann meira máli en í dag. „Núna er mér meira lowkey sama. Ef einhver er að drulla yfir okkur Æði strákana í kommentum þá bara hlæjum við að því. En það koma alveg dagar þar sem ég er svona: ómægad hvað mun fólk halda eða finnast. Eins og þegar ég póstaði myndinni á Insta til að segja frá míní hjáveitunni. Þá hugsaði ég alveg úff, hvað mun fólk hugsa. En í lok dags þá er mér alveg sama því þetta er mitt líf.“ Í gegnum tíðina segist Binni aðallega sjálfur hafa reynt að finna út úr hlutunum. „Ég hef aldrei farið til sálfræðings. Ég leita mikið í samfélagsmiðla og á netið og reyni að finna út úr því. Mig langar alveg að fara til sálfræðings en mér finnst það bara svo dýrt. Ég vil ekki fá meiri kvíða yfir því að þurfa að borga sálfræðitíma.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna: Einkalífið Geðheilbrigði Æði Tengdar fréttir „Langaði ekki að lifa lengur“ Raunveruleikastjarnan Binni Glee fór í míní hjáveitu fyrir ári síðan. Hann greinir frá á Instagram og segir aðgerðina hafa bjargað lífi sínu. 14. febrúar 2024 20:32 Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 14. febrúar 2024 13:00 Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Æði strákarnir taka upp þáttaröð fjögur á Tenerife Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj eru staddir á Tenerife í augnablikinu. Þeir eru þar í samstarfi við Úrval útsýn að taka upp fjórðu þáttaröð af Æði, sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. 24. mars 2022 10:08 Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32 Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00 Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ „Ég fer ekki á stefnumót og hef aldrei gert það. Ég er meira í RBB (ríða, búið bless),“ segir samfélagsmiðla- og sjónvarpsstjarnan Brynjar Steinn, oftast kallaður Binni Glee. 15. september 2021 13:42 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Binna í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Brynjar Steinn Gylfason Varð að komast strax að í aðgerðinni Binni segist hafa glímt við félagskvíða og ofþyngd alla sína ævi og segir aðgerðina algjörlega hafa breytt lífi sínu. „Mini hjáveita er svona aðgerð til að minnka magann þinn. Þannig að núna borða ég minna og á auðveldara með að léttast,“ segir Binni. Í janúar 2023 urðu ákveðin vatnaskil í lífi hans þegar hann segist aldrei hafa verið þyngri. „Mér leið sjúklega illa, mig langaði bara að deyja og ég var á botninum í lífinu. Það var svo erfitt. Svo ákvað ég bara að fara og panta tíma hjá lækni og segja bara: Ég þarf að fara í aðgerð. Ég er búinn að reyna allt og þetta hefur verið ströggl allt mitt líf. Ég hef alltaf verið í ofþyngd og ég ólst upp við að fara í stanslausar ferðir til næringarfræðings ásamt því að fara í meðferðarmiðstöð fyrir matarfíkn.“ Margir sem þori ekki að segja frá slíkri aðgerð Hann segist hafa verið kominn með alveg nóg eftir að hafa prófað alls kyns úrræði og vildi einfaldlega bjarga lífi sínu. „Ég sá enga framtíð þannig að ég ákvað að panta tíma og fór bara í aðgerðina tveimur vikum síðar. Mig langaði bara að fara strax því þetta var bara svo erfitt, ég hataði bara lífið. Ég fór 13. febrúar 2023 og eftir það hefur verið svo gaman að sjá muninn á mér, hvernig ég var í fyrra og hvernig ég er í dag.“ Hann segir þetta sannarlega hafa verið stóra ákvörðun en hikaði þó ekki. Samt sem áður hafi hann ekki geta komist hjá því að hugsa um viðbrögð fólks. „Fólk hefur alveg sterkar skoðanir á svona aðgerðum og ég sjálfur viðurkenni að ég var á móti þessu fyrst. En þetta var það eina í stöðunni, ég þurfi að gera þetta og ég sé ekki eftir því.“ Hann segir að fólk sem telji það svindl að fara í svona aðgerð átti sig ekki á því hversu mikið vinna fylgir henni. Hann hafi þurft að læra allt upp á nýtt eftir aðgerðina og það hafi ekki verið auðvelt. „Mér finnst þetta alveg vera mjög mikið tabú. Fólk vill ekki viðurkenna að það hafi farið í svona aðgerð og ég skil það alveg. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt.“ Binni segir að umræðan um magaminnkandi aðgerðir einkennist af miklu tabú-i. Vísir/Hulda Margrét Mikilvægt að sýna að lífið sé ekki alltaf dans á rósum Í gegnum tíðina hefur Binni verið óhræddur við að opna á ýmsa umræðu um andlega heilsu og önnur málefni, bæði á sínum eigin miðlum og í þáttunum Æði. Þó að hann sé að segja frá aðgerðinni núna ári síðar segist hann þó alltaf hafa verið ákveðinn í því að segja frá þessu. „Ég er bara núna að koma út með þetta en það er ekkert af því ég þorði ekki að segja frá þessu. Mig langaði bara að hafa þetta aðeins fyrir sjálfan mig fyrst og svo ætlaði ég alltaf að koma út með þetta. Mér finnst líka mikilvægt að tala um þetta og sýna að lífið er ekki alltaf dans á rósum.“ Aðspurður hvort hann sé alltaf óhræddur að ræða um persónuleg málefni svarar Binni: „Ég þarf alveg oft að mana mig upp í þetta. En mér finnst alltaf mikilvægt að tala um svona hluti því ég veit að það getur hjálpað einhverjum þarna úti.“ Sem dæmi segist hann vita að hann hafi haft jákvæð áhrif með því að sýna frá hinseginleika sínum á samfélagsmiðlum í öll þessi ár. „Til dæmis fólk að hrósa mér fyrir að þora að vera ég sjálfur, vera eins og ég er og foreldrar að þakka mér að hafa hjálpað krökkunum sínum að koma út og alls konar svona. Það er svo gaman að heyra þetta því þá líður mér eins og ég sé að gera eitthvað.“ Binni Glee segir kærkomið að vita af því að hann geti haft jákvæð áhrif. Vísir/Vilhelm Segir of dýrt að fara til sálfræðings Binni hefur sem áður sagt glímt við andleg veikindi á borð við kvíða síðan í æsku. Það hafi hrjáð hann mikið en hann segir mjög gott að finna að allt sé á réttri leið hjá sér. „Andlega heilsan er ekkert fullkomin hjá mér en mér líður ótrúlega vel í dag og ég elska lífið og sjálfan mig. En ég er náttúrulega að reyna að vinna í því stöðugt. Og að sjá muninn á mér núna og fyrir ári síðan, ég er bara önnur manneskja. Ég er ekkert kominn þangað ég er enn að vinna í sjálfum mér, er enn að glíma við kvíða og stress,“ segir Binni og bætir við að hann ætli sér þó að tækla það. „Ég held að það sem hjálpar mér sé að ég er að verða eldri og eldri. Tíminn er núna og ég veit það. Núna er tíminn til að hafa gaman og lifa lífinu í engri eftirsjá. Ég er búinn að lifa lífinu svo lengi við það að líða illa og ströggla við þyngdina. Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess.“ Þegar Binni fór fyrst að verða frægur segist hann stöðugt hafa velt því fyrir sér hvað öðrum fyndist um sig og álit annarra skipti hann meira máli en í dag. „Núna er mér meira lowkey sama. Ef einhver er að drulla yfir okkur Æði strákana í kommentum þá bara hlæjum við að því. En það koma alveg dagar þar sem ég er svona: ómægad hvað mun fólk halda eða finnast. Eins og þegar ég póstaði myndinni á Insta til að segja frá míní hjáveitunni. Þá hugsaði ég alveg úff, hvað mun fólk hugsa. En í lok dags þá er mér alveg sama því þetta er mitt líf.“ Í gegnum tíðina segist Binni aðallega sjálfur hafa reynt að finna út úr hlutunum. „Ég hef aldrei farið til sálfræðings. Ég leita mikið í samfélagsmiðla og á netið og reyni að finna út úr því. Mig langar alveg að fara til sálfræðings en mér finnst það bara svo dýrt. Ég vil ekki fá meiri kvíða yfir því að þurfa að borga sálfræðitíma.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna:
Einkalífið Geðheilbrigði Æði Tengdar fréttir „Langaði ekki að lifa lengur“ Raunveruleikastjarnan Binni Glee fór í míní hjáveitu fyrir ári síðan. Hann greinir frá á Instagram og segir aðgerðina hafa bjargað lífi sínu. 14. febrúar 2024 20:32 Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 14. febrúar 2024 13:00 Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Æði strákarnir taka upp þáttaröð fjögur á Tenerife Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj eru staddir á Tenerife í augnablikinu. Þeir eru þar í samstarfi við Úrval útsýn að taka upp fjórðu þáttaröð af Æði, sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. 24. mars 2022 10:08 Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32 Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00 Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ „Ég fer ekki á stefnumót og hef aldrei gert það. Ég er meira í RBB (ríða, búið bless),“ segir samfélagsmiðla- og sjónvarpsstjarnan Brynjar Steinn, oftast kallaður Binni Glee. 15. september 2021 13:42 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Langaði ekki að lifa lengur“ Raunveruleikastjarnan Binni Glee fór í míní hjáveitu fyrir ári síðan. Hann greinir frá á Instagram og segir aðgerðina hafa bjargað lífi sínu. 14. febrúar 2024 20:32
Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 14. febrúar 2024 13:00
Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15
Æði strákarnir taka upp þáttaröð fjögur á Tenerife Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj eru staddir á Tenerife í augnablikinu. Þeir eru þar í samstarfi við Úrval útsýn að taka upp fjórðu þáttaröð af Æði, sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. 24. mars 2022 10:08
Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32
Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00
Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ „Ég fer ekki á stefnumót og hef aldrei gert það. Ég er meira í RBB (ríða, búið bless),“ segir samfélagsmiðla- og sjónvarpsstjarnan Brynjar Steinn, oftast kallaður Binni Glee. 15. september 2021 13:42
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“