Landsréttur fimm ára: „Enginn vafi á því að þetta voru gríðarlegar réttarumbætur“ Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 10:17 Benedikt sér fyrir sér miklar tækniframfarir í réttarkerfinu. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur nú starfað í fimm ár og Hæstiréttur þar með starfað með gjörbreyttu sniði í sama tíma. Forseti Hæstaréttar segir breytinguna á réttarkerfinu hafa verið mikla réttarbót. Nýlega var ársskýrsla Hæstaréttar gefin út, sú fimmta síðan réttarkerfið hér á landi gekk í gegnum stærstu breytinguna frá því að dóms- og framkvæmdavald í héraði var aðskilið árið 1992, með stofnun héraðsdómstóla. Í ávarpi forseta segir að nú þegar þessi reynsla er komin á þriggja stiga dómskerfi sé ástæða til að staldra við og meta hvernig til hefur tekist og hvað má betur fara. Þess vegna settist blaðamaður niður með Benedikt Bogasyni, forseta Hæstaréttar, í húsakynnum réttarins að Lindargötu. Þá er engin tilviljun að fréttin er birt í dag, en Hæstiréttur Íslands er 104 ára í dag. Kerfi frá 1920 hafi ekki hentað 21. öldinni Benedikt segir að breytingin á Hæstarétti með tilkomu Landsréttar sé sú stærsta í sögu réttarins. Hæstiréttur hafi verið stofnaður árið 1920 og þá hafi dómstigin orðið tvö eftir að hafa verið þrjú. Fyrir stofnun Hæstaréttar hafi héraðsdómstólar og Landsyfirréttur starfað hér á landi og hægt hafi verið að skjóta málum til Hæstaréttar í Danmörku. Árið 1920 hafi æðsta dómsvaldið verið fært heim til Íslands og haldist óbreytt í tæpa öld, allt til ársins 2018. „Þjóðfélagið árið 1920 er náttúrlega býsna ólíkt því sem er í dag og tveggja stiga dómskerfi árið 2017, síðasta árið, það auðvitað hentaði engan veginn því þjóðfélagi sem við vorum með þá, af ýmsum ástæðum.“ Benedikt segir forvera sína ekki með nokkru móti hafa vanrækt þann hluta starfsins sem snýr að því að vera fordæmisgefandi. Nú gefist þó rýmri tími til þess.Vísir/Vilhelm Þar nefnir hann fyrst og fremst tvær ástæður. Annars vegar að milliliðalaus sönnunarfærsla hafi ekki farið fram nema á einu dómstigi í gamla kerfinu. Það er að segja að vitni og aðilar mála komu ekki fyrir dóm í Hæstarétti. Þannig var ekki hægt að endurmeta sönnunarfærslu á öðru dómstigi. „Ýmsir dómar fóru héðan til Strassborgar [Mannréttindadómstóls Evrópu] út af þessum kerfisvanda sem var þá. Það var auðvitað mjög óheppilegt. Þess vegna var ráðist í þessa breytingu, til að geta endurmetið sönnunarfærslu og þá aðallega í sakamálum.“ Hafði minni tíma til að sinna stóru málunum Hins vegar segir Benedikt að Hæstiréttur hafi fyrir tilkomu Landsréttar verið almennur áfrýjunardómstóll, sem þurfti að afgreiða öll mál þar sem aðilar undu ekki niðurstöðu héraðsdóma, samhliða því að vera fordæmisgefandi dómstóll fyrir þjóðfélagið. „Tíminn til að sinna slíku, vandasömum og erfiðum málum, var býsna lítill. Á meðan það þurfti að vera að keyra hérna og afgreiða hundruð mála á hverju ári. Það segir sig sjálft að þetta tvennt fer ekki saman.“ Með stofnun Landsréttar hafi réttarkerfinu verið breytt í samræmi við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Það er enginn vafi á því að þetta voru gríðarlegar réttarumbætur.“ Þó segir Benedikt að Hæstiréttur hafi ekki með nokkru móti vanrækt hlutverk sitt sem fordæmisgefandi dómstóll. „Mér finnst alveg með ólíkindum hversu vel tókst til þá. En þetta er miklu eðlilegra dómskerfi í nútímasamfélagi heldur en það dómskerfi sem var skapað árið 1920. Bregðast þurfi við málahala í Landsrétti Benedikt segir að heilt á litið hafi tekist mjög vel til þegar réttarkerfinu var umbylt árið 2018. Þó sé einna helst eitt sem þurfi að laga. Hann segir málsmeðferðartíma í einkamálum í Landsrétti vera allt of langan, eitt og hálft ár geti liðið frá því að einkamáli er áfrýjað þangað og dómur gengur. „Það þarf einhvern veginn að bregðast við því, við megum ekki missa það frá okkur af því að það er erfitt að vinna upp ef það kemur mikill málahali. Það þarf mikið átak til að vinna það til baka. Það þarf að hindra að það verði meira og það þarf helst að bæta þetta. En hérna í Hæstarétti þá tel ég að þetta hafi gengið mjög vel. Það er enginn dráttur hér. Við afgreiðum málin mjög hratt.“ Hann leggur til sem mögulega lausn að dómurum við Landsrétt verði tímabundið fjölgað um tvo. Þeir voru upphaflega fimmtán en var fjölgað um einn með lögum í fyrra. Benedikt telur að réttara hefði verið að fjölga þeim tímabundið um þrjá þar til að málahalinn hefði verið unninn niður. Það hafi til að mynda verið gert í Hæstarétti eftir efnahagshrunið, þegar mál bárust til dómsins í stríðum straumum. Þá hafi þrír dómarar verið skipaðir til viðbótar við þá níu sem fyrir voru og síðar ekki skipað í stöður þeirra sem létu af störfum. Hann segir að þessi nálgun hafi verið nefnd þegar umsagna var óskað um frumvarp sem varð að lögum um fjölgun dómara við Landsrétt um einn. Hvers vegna ekki hafi verið fallist á nálgunina kunni hann ekki skýringu á. Málin voru um 700 á ári en eru nú um 50 Benedikt segir að fyrir tilkomu Landsréttar hafi Hæstiréttur tekið fyrir um sjö hundruð mál á ári, þegar mest lét á árunum eftir efnahagshrunið. Í dag berist réttinum um það bil 160 málskotsbeiðnir. Að ákvörðunum um málskotsbeiðnir, sem skiptast annars vegar í beiðnir um áfrýjunarleyfi og hins vegar beiðnir um kæruleyfi, komi þrír af sjö dómurum Hæstaréttar hverju sinni. Þeir þurfi að leggjast vel yfir hvert mál og komast að niðurstöðu að vel ígrunduðu máli. Því séu ákvarðanir um málskotsbeiðnir drjúgur hluti af starfsemi réttarins. Benedikt segir nóg að gera í Hæstarétti, þótt álagið hafi vissulega verið meira á árunum eftir hrun.Vísir/Vilhelm Af þeim beiðnum sem berast samþykki rétturinn að jafnaði um fjórðung, sem sé talsvert hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. „Sem ég held að sé bara eðlilegt, að öllu virtu. Íslenskt þjóðfélag þurfi þetta mörg mál. Þetta eru kannski fimmtíu, sextíu mál og við erum fimm sem dæmum, getum verið sjö en yfirleitt fimm. Þetta var það sem var lagt til grundvallar upphaflega, þegar lagabreytingin var gerð.“ Ítarlega tölfræði um málskotsbeiðnir má lesa í ársskýrslu Hæstaréttar, sem lesa hér. Sér ekki fyrir sér aðrar breytingar en tækniframþróun Benedikt segist ekki sjá fyrir sér frekari stórvægilegar breytingar á réttarkerfinu í náinni framtíð, en þó sé aldrei að vita hvað löggjafinn ákveður í þeim efnum. Hins vegar séu viðamiklar breytingar hvað varðar tæknileg mál í réttarkerfinu í farvatninu og þær séu þegar hafnar. „Ef við horfum aðeins fram á veginn þá þarf dómskerfið auðvitað að fara að laga sig að rafrænum lausnum í miklu meiri mæli og það er byrjað. Til dæmis hér í Hæstarétti tókum við í notkun þjónustugátt í ár. Þannig að núna er sótt um áfrýjunarleyfi í gátt hjá okkur, þetta gerist allt rafrænt.“ Benedikt Bogason tók við sem forseti Hæstaréttar árið 2020.Vísir/Vilhelm Víða í dómskerfinu sé unnið að sams konar endurbótum, til að mynda hvað varðar samskipti lögreglu og héraðsdómstóla þegar þvingunarúrræðaúrskurða er óskað. „Dómskerfið verður að feta sig áfram í þessa átt í miklu meiri mæli. Það er í bígerð en þetta tekur tíma og þetta er ekki einfalt. Það þarf að breyta lögum, fá hugbúnað og tæknibúnað og breyta starfseminni. Þetta er hægara sagt en gert en við erum byrjuð.“ Alls ekkert erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Benedikt segir þá að þjónustugáttin og aðrar tæknilausnir séu fyrst og fremst hugsaðar sem bætt þjónusta við þá sem eiga erindi við dómstólana. Nú þurfi ekki lengur að mæta niður á Lindargötu á skrifstofutíma með pappíra, sem eru þegar til á rafrænu formi. „Það er mjög ánægjulegt að segja frá þessu og rík ástæða til að hrósa dómurum og starfsmönnum fyrir það hversu snöggir þeir voru að tileinka sér ný og breytt vinnubrögð.“ Var sem sagt ekkert erfitt að kenna gömlum hundi að sitja? „Bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Það stukku allir á vagninn og það var ótrúlega gaman að fylgjast með því.“ Rýmri tími til annarra mikilvægra þátta en dóma Í ársskýrslunni er meðal annars farið yfir ferðir Hæstaréttardómara til hinna Norðurlandanna og heimsókn í hæstarétt Bretlands. Benedikt segir Hæstarétt vera í nánu sambandi og samstarfi við hliðstæða dómstóla á Norðurlöndunum. Sér í lagi eftir stofnun Landsréttar, enda hafi Hæstiréttur fyrst þá orðið sambærilegur æðstu dómstólum nágrannaþjóðanna. Þá er farið yfir móttökur hinna ýmsu gesta hjá Hæstarétti. Þar eru til að mynda nefndur hópur bandarískra lögmanna og hópur nemenda í lögfræðiáfanga í Verslunarskóla Íslands. Nú sé lögð aukin áhersla á slíka hluti en áður, enda gefist talsvert rýmri tími til þess eftir stofnun Landsréttar. Fræðistörf séu dómurum mikilvæg Árið 2021 bar nokkuð á umræðu um að kennslustörf dómara kunni að vera ósamrýmanleg þeirra aðalstarfi, dómarastarfinu, og sitt sýndist hverjum. Þannig lýstu ýmsir fræðimenn í greininni skoðunum sínum á aukastörfum dómara, einkum og sér í lagi forseta Hæstaréttar, Benedikts. Því var ekki úr vegi að spyrja Benedikt út í þessi mál, hvort eðlilegt teljist að dómarar við Hæstarétt sinni einnig kennslu og öðrum fræðistörfum. Hann segir að þó að rýmri tími gefist ef til vill núna til annarra starfa en fyrir stofnun Landsréttar hafi hann ekkert minna kennt þegar Hæstiréttur tók hundruð mála fyrir á ári. Hann telji mikil samlegðaráhrif fást af kennslustörfum Hæstaréttardómara. Þannig komi dómarar með hagnýta þekkingu inn í háskólana auk þess að ganga í gegnum eins konar símenntun. „Þetta er ávinningur fyrir dómskerfið, vil ég meina, að dómarar séu að sinna þessu. Þetta þekkist hér og þetta þekkist annars staðar. Það er ekkert út á þetta að setja.“ Já, það er gaman að vera forseti Hæstaréttar Að lokum lá beinast við að spyrja Benedikt spurningarinnar sem allir hafa beðið eftir. Er gaman að vera forseti Hæstaréttar? „Þetta starf hefur verið mjög gefandi og áhugavert. Já, ekki spurning, mér finnst það mjög gaman. Það er rosalegur kostur. Ímyndaðu þér að vera í einhverju djobbi og þér leiðist. Það er líka vegna samstarfsmannanna hérna í Hæstarétti. Það er auðvitað mjög gefandi að vinna með þeim öllum. Þetta gengur vel og þegar það gengur vel, þá er gaman í vinnunni.“ Dómstólar Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Nýlega var ársskýrsla Hæstaréttar gefin út, sú fimmta síðan réttarkerfið hér á landi gekk í gegnum stærstu breytinguna frá því að dóms- og framkvæmdavald í héraði var aðskilið árið 1992, með stofnun héraðsdómstóla. Í ávarpi forseta segir að nú þegar þessi reynsla er komin á þriggja stiga dómskerfi sé ástæða til að staldra við og meta hvernig til hefur tekist og hvað má betur fara. Þess vegna settist blaðamaður niður með Benedikt Bogasyni, forseta Hæstaréttar, í húsakynnum réttarins að Lindargötu. Þá er engin tilviljun að fréttin er birt í dag, en Hæstiréttur Íslands er 104 ára í dag. Kerfi frá 1920 hafi ekki hentað 21. öldinni Benedikt segir að breytingin á Hæstarétti með tilkomu Landsréttar sé sú stærsta í sögu réttarins. Hæstiréttur hafi verið stofnaður árið 1920 og þá hafi dómstigin orðið tvö eftir að hafa verið þrjú. Fyrir stofnun Hæstaréttar hafi héraðsdómstólar og Landsyfirréttur starfað hér á landi og hægt hafi verið að skjóta málum til Hæstaréttar í Danmörku. Árið 1920 hafi æðsta dómsvaldið verið fært heim til Íslands og haldist óbreytt í tæpa öld, allt til ársins 2018. „Þjóðfélagið árið 1920 er náttúrlega býsna ólíkt því sem er í dag og tveggja stiga dómskerfi árið 2017, síðasta árið, það auðvitað hentaði engan veginn því þjóðfélagi sem við vorum með þá, af ýmsum ástæðum.“ Benedikt segir forvera sína ekki með nokkru móti hafa vanrækt þann hluta starfsins sem snýr að því að vera fordæmisgefandi. Nú gefist þó rýmri tími til þess.Vísir/Vilhelm Þar nefnir hann fyrst og fremst tvær ástæður. Annars vegar að milliliðalaus sönnunarfærsla hafi ekki farið fram nema á einu dómstigi í gamla kerfinu. Það er að segja að vitni og aðilar mála komu ekki fyrir dóm í Hæstarétti. Þannig var ekki hægt að endurmeta sönnunarfærslu á öðru dómstigi. „Ýmsir dómar fóru héðan til Strassborgar [Mannréttindadómstóls Evrópu] út af þessum kerfisvanda sem var þá. Það var auðvitað mjög óheppilegt. Þess vegna var ráðist í þessa breytingu, til að geta endurmetið sönnunarfærslu og þá aðallega í sakamálum.“ Hafði minni tíma til að sinna stóru málunum Hins vegar segir Benedikt að Hæstiréttur hafi fyrir tilkomu Landsréttar verið almennur áfrýjunardómstóll, sem þurfti að afgreiða öll mál þar sem aðilar undu ekki niðurstöðu héraðsdóma, samhliða því að vera fordæmisgefandi dómstóll fyrir þjóðfélagið. „Tíminn til að sinna slíku, vandasömum og erfiðum málum, var býsna lítill. Á meðan það þurfti að vera að keyra hérna og afgreiða hundruð mála á hverju ári. Það segir sig sjálft að þetta tvennt fer ekki saman.“ Með stofnun Landsréttar hafi réttarkerfinu verið breytt í samræmi við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Það er enginn vafi á því að þetta voru gríðarlegar réttarumbætur.“ Þó segir Benedikt að Hæstiréttur hafi ekki með nokkru móti vanrækt hlutverk sitt sem fordæmisgefandi dómstóll. „Mér finnst alveg með ólíkindum hversu vel tókst til þá. En þetta er miklu eðlilegra dómskerfi í nútímasamfélagi heldur en það dómskerfi sem var skapað árið 1920. Bregðast þurfi við málahala í Landsrétti Benedikt segir að heilt á litið hafi tekist mjög vel til þegar réttarkerfinu var umbylt árið 2018. Þó sé einna helst eitt sem þurfi að laga. Hann segir málsmeðferðartíma í einkamálum í Landsrétti vera allt of langan, eitt og hálft ár geti liðið frá því að einkamáli er áfrýjað þangað og dómur gengur. „Það þarf einhvern veginn að bregðast við því, við megum ekki missa það frá okkur af því að það er erfitt að vinna upp ef það kemur mikill málahali. Það þarf mikið átak til að vinna það til baka. Það þarf að hindra að það verði meira og það þarf helst að bæta þetta. En hérna í Hæstarétti þá tel ég að þetta hafi gengið mjög vel. Það er enginn dráttur hér. Við afgreiðum málin mjög hratt.“ Hann leggur til sem mögulega lausn að dómurum við Landsrétt verði tímabundið fjölgað um tvo. Þeir voru upphaflega fimmtán en var fjölgað um einn með lögum í fyrra. Benedikt telur að réttara hefði verið að fjölga þeim tímabundið um þrjá þar til að málahalinn hefði verið unninn niður. Það hafi til að mynda verið gert í Hæstarétti eftir efnahagshrunið, þegar mál bárust til dómsins í stríðum straumum. Þá hafi þrír dómarar verið skipaðir til viðbótar við þá níu sem fyrir voru og síðar ekki skipað í stöður þeirra sem létu af störfum. Hann segir að þessi nálgun hafi verið nefnd þegar umsagna var óskað um frumvarp sem varð að lögum um fjölgun dómara við Landsrétt um einn. Hvers vegna ekki hafi verið fallist á nálgunina kunni hann ekki skýringu á. Málin voru um 700 á ári en eru nú um 50 Benedikt segir að fyrir tilkomu Landsréttar hafi Hæstiréttur tekið fyrir um sjö hundruð mál á ári, þegar mest lét á árunum eftir efnahagshrunið. Í dag berist réttinum um það bil 160 málskotsbeiðnir. Að ákvörðunum um málskotsbeiðnir, sem skiptast annars vegar í beiðnir um áfrýjunarleyfi og hins vegar beiðnir um kæruleyfi, komi þrír af sjö dómurum Hæstaréttar hverju sinni. Þeir þurfi að leggjast vel yfir hvert mál og komast að niðurstöðu að vel ígrunduðu máli. Því séu ákvarðanir um málskotsbeiðnir drjúgur hluti af starfsemi réttarins. Benedikt segir nóg að gera í Hæstarétti, þótt álagið hafi vissulega verið meira á árunum eftir hrun.Vísir/Vilhelm Af þeim beiðnum sem berast samþykki rétturinn að jafnaði um fjórðung, sem sé talsvert hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. „Sem ég held að sé bara eðlilegt, að öllu virtu. Íslenskt þjóðfélag þurfi þetta mörg mál. Þetta eru kannski fimmtíu, sextíu mál og við erum fimm sem dæmum, getum verið sjö en yfirleitt fimm. Þetta var það sem var lagt til grundvallar upphaflega, þegar lagabreytingin var gerð.“ Ítarlega tölfræði um málskotsbeiðnir má lesa í ársskýrslu Hæstaréttar, sem lesa hér. Sér ekki fyrir sér aðrar breytingar en tækniframþróun Benedikt segist ekki sjá fyrir sér frekari stórvægilegar breytingar á réttarkerfinu í náinni framtíð, en þó sé aldrei að vita hvað löggjafinn ákveður í þeim efnum. Hins vegar séu viðamiklar breytingar hvað varðar tæknileg mál í réttarkerfinu í farvatninu og þær séu þegar hafnar. „Ef við horfum aðeins fram á veginn þá þarf dómskerfið auðvitað að fara að laga sig að rafrænum lausnum í miklu meiri mæli og það er byrjað. Til dæmis hér í Hæstarétti tókum við í notkun þjónustugátt í ár. Þannig að núna er sótt um áfrýjunarleyfi í gátt hjá okkur, þetta gerist allt rafrænt.“ Benedikt Bogason tók við sem forseti Hæstaréttar árið 2020.Vísir/Vilhelm Víða í dómskerfinu sé unnið að sams konar endurbótum, til að mynda hvað varðar samskipti lögreglu og héraðsdómstóla þegar þvingunarúrræðaúrskurða er óskað. „Dómskerfið verður að feta sig áfram í þessa átt í miklu meiri mæli. Það er í bígerð en þetta tekur tíma og þetta er ekki einfalt. Það þarf að breyta lögum, fá hugbúnað og tæknibúnað og breyta starfseminni. Þetta er hægara sagt en gert en við erum byrjuð.“ Alls ekkert erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Benedikt segir þá að þjónustugáttin og aðrar tæknilausnir séu fyrst og fremst hugsaðar sem bætt þjónusta við þá sem eiga erindi við dómstólana. Nú þurfi ekki lengur að mæta niður á Lindargötu á skrifstofutíma með pappíra, sem eru þegar til á rafrænu formi. „Það er mjög ánægjulegt að segja frá þessu og rík ástæða til að hrósa dómurum og starfsmönnum fyrir það hversu snöggir þeir voru að tileinka sér ný og breytt vinnubrögð.“ Var sem sagt ekkert erfitt að kenna gömlum hundi að sitja? „Bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Það stukku allir á vagninn og það var ótrúlega gaman að fylgjast með því.“ Rýmri tími til annarra mikilvægra þátta en dóma Í ársskýrslunni er meðal annars farið yfir ferðir Hæstaréttardómara til hinna Norðurlandanna og heimsókn í hæstarétt Bretlands. Benedikt segir Hæstarétt vera í nánu sambandi og samstarfi við hliðstæða dómstóla á Norðurlöndunum. Sér í lagi eftir stofnun Landsréttar, enda hafi Hæstiréttur fyrst þá orðið sambærilegur æðstu dómstólum nágrannaþjóðanna. Þá er farið yfir móttökur hinna ýmsu gesta hjá Hæstarétti. Þar eru til að mynda nefndur hópur bandarískra lögmanna og hópur nemenda í lögfræðiáfanga í Verslunarskóla Íslands. Nú sé lögð aukin áhersla á slíka hluti en áður, enda gefist talsvert rýmri tími til þess eftir stofnun Landsréttar. Fræðistörf séu dómurum mikilvæg Árið 2021 bar nokkuð á umræðu um að kennslustörf dómara kunni að vera ósamrýmanleg þeirra aðalstarfi, dómarastarfinu, og sitt sýndist hverjum. Þannig lýstu ýmsir fræðimenn í greininni skoðunum sínum á aukastörfum dómara, einkum og sér í lagi forseta Hæstaréttar, Benedikts. Því var ekki úr vegi að spyrja Benedikt út í þessi mál, hvort eðlilegt teljist að dómarar við Hæstarétt sinni einnig kennslu og öðrum fræðistörfum. Hann segir að þó að rýmri tími gefist ef til vill núna til annarra starfa en fyrir stofnun Landsréttar hafi hann ekkert minna kennt þegar Hæstiréttur tók hundruð mála fyrir á ári. Hann telji mikil samlegðaráhrif fást af kennslustörfum Hæstaréttardómara. Þannig komi dómarar með hagnýta þekkingu inn í háskólana auk þess að ganga í gegnum eins konar símenntun. „Þetta er ávinningur fyrir dómskerfið, vil ég meina, að dómarar séu að sinna þessu. Þetta þekkist hér og þetta þekkist annars staðar. Það er ekkert út á þetta að setja.“ Já, það er gaman að vera forseti Hæstaréttar Að lokum lá beinast við að spyrja Benedikt spurningarinnar sem allir hafa beðið eftir. Er gaman að vera forseti Hæstaréttar? „Þetta starf hefur verið mjög gefandi og áhugavert. Já, ekki spurning, mér finnst það mjög gaman. Það er rosalegur kostur. Ímyndaðu þér að vera í einhverju djobbi og þér leiðist. Það er líka vegna samstarfsmannanna hérna í Hæstarétti. Það er auðvitað mjög gefandi að vinna með þeim öllum. Þetta gengur vel og þegar það gengur vel, þá er gaman í vinnunni.“
Dómstólar Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira