Líkt og aðra morgna sameinuðust nemendur Laugarnesskóla til að mynda í morgunsöng en í búningum í þetta sinn.
Þá lögðu fjölmargir leið sína í Kringluna til þess að slá köttinn úr tunnunni og syngja fyrir afgreiðslufólk í skiptum fyrir nammi. Sigurjón Ólafsson tökumaður sem var þar á ferðinni í dag fékk að heyra nokkur góð tóndæmi.
Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona kíkti svo á öskudagsball Hjálpræðishersins í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem allir voru í búning. Ræddi hún við Hjördís Kristinsdóttir svæðisforingja sem sagði frábæra stemningu á samverustund á sjálfum úlfatímanum.