Átakinu Edrúar febrúar er ætlað að hvetja landsmenn til þess að prófa edrú lífsstíl í febrúar og fá sem flesta til að finna það á eigin skinni hvað það er gott að sleppa því að neyta áfengis, að minnsta kosti í Edrúar.
Cherry amour
30ml af Giffard bitter concentrate
120 ml af Thomas Henry cherry blossom tonic
Hráefnunum hellt í glas með klökum og skreytt með sítrónu berki.
„Þetta er drykkur sem við erum búnir að vera með á Jungle í svolítinn tíma og er búinn að vera mjög vinsæll. Hann er líka í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum okkar þegar þeim langar í eitthvað óáfengt.“

Green submarine
30 ml Everleaf Marine
20ml basil sýróp*
20 ml ferskur Sítrónusafi
100 ml kolsýrt vatn
Öllum hráefnum hellt í glas og skreytt með sítrónusneið og/eða basil laufi.
Basil sýróp
Skellið 50 gr. af basil og 1 líter af 1:1 sykursýrópi í blandara og síið í gegnum fínasta sigtið ykkar.
Hér þarf örlítinn undirbúning og einnig þarf að panta Everleaf á netinu en það er allt þess virði. Virkilega ferskur og bragðgóður drykkur sem mun hennta vel þegar sólin byrjar að skína aftur.

Espresso tonic
Fyllið glas með klökum og tonic og hellið síðan varlega espresso yfir (má vera annaðhvort einfaldur eða tvöfaldur espresso).
Passa að hella ekki espressoinum of harkalega því annars freyðir dykkurinn upp úr. Hrærið svo varlega í drykknum til að blanda saman.
Skreytt með appelsínu- eða sítrónusneið.
„Virkilega einfaldur og vanmetinn drykkur sem er vinsæll sérstaklega úti í heimi en á eftir að festa sig almennilega í sessi hér á landi. Gott til að fríska aðeins upp á morgunkaffibollann eða sem góður óáfengur pick me up fyrir djammið.“
