Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2024 15:00 Gæti Fernando Alonso fært sig yfir til Mercedes eftir komandi tímabil í Formúlu 1? Ayman Yaqoob/Getty Images Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið. Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið.
Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira