Enn án sigurs og gætu slegið martraðarmet Derby Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:31 Almería var til að mynda nálægt því að taka stig gegn toppliði Real Madrid en tapaði 3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Getty/Guillermo Martinez Ekkert lið í nokkurri af fimm bestu deildum Evrópu í fótbolta hefur átt eins skelfilega leiktíð og enska liðið Derby veturinn 2007-08. Það gæti hins vegar verið að breytast. Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira