Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:43 Samnefndur lýðskóli er starfandi á Seyðisfirði, þar sem hátíðin hefur farið fram. Vísir/Vilhelm Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum hátíðarinnar segir að síðasta hátíðin verði haldin dagana 15. til 21. júlí. „Við heiðrum upphafsár hátíðarinnar meðan við bindum enda á hana með lokahófi, sem markar endalok fallegra 25 ára og afhendum rýmið sem stendur eftir til næstu menningarfantasíu grasrótarinnar,“ segir á Facebook síðu Lunga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þema hennar í ár sé Spírall eða Hvirfill, sem vísi til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA í gegn um árin. „Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annars staðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðunni. Stutt síðan Fiskidagurinn dró sig úr leik Hátíðin er ekki sú fyrsta til þess að leggja árar í bát en þrír mánuðir eru síðan stjórn Fiskidagsins mikla, bæjarhátíðar Dalvíkur, tilkynnti að dagurinn heyri nú sögunni til. Ástæður þess sagði stjórnin meðal annars vera aukin ábyrgð, öryggis og löggæsla. Þá hafi kostnaður tengdur hátíðinni rokið upp úr öllu valdi. Hvort horfurnar séu þær sömu á Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. LungA Tónlist Myndlist Múlaþing Tengdar fréttir Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Í tilkynningu á samfélagsmiðlum hátíðarinnar segir að síðasta hátíðin verði haldin dagana 15. til 21. júlí. „Við heiðrum upphafsár hátíðarinnar meðan við bindum enda á hana með lokahófi, sem markar endalok fallegra 25 ára og afhendum rýmið sem stendur eftir til næstu menningarfantasíu grasrótarinnar,“ segir á Facebook síðu Lunga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þema hennar í ár sé Spírall eða Hvirfill, sem vísi til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA í gegn um árin. „Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annars staðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðunni. Stutt síðan Fiskidagurinn dró sig úr leik Hátíðin er ekki sú fyrsta til þess að leggja árar í bát en þrír mánuðir eru síðan stjórn Fiskidagsins mikla, bæjarhátíðar Dalvíkur, tilkynnti að dagurinn heyri nú sögunni til. Ástæður þess sagði stjórnin meðal annars vera aukin ábyrgð, öryggis og löggæsla. Þá hafi kostnaður tengdur hátíðinni rokið upp úr öllu valdi. Hvort horfurnar séu þær sömu á Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
LungA Tónlist Myndlist Múlaþing Tengdar fréttir Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29
LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53
LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01