Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni Boði Logason skrifar 11. febrúar 2024 07:01 Steindór GK 101 strandaði við Krísuvíkurberg þann 20. febrúar 1991. Vísir/Sara Rut „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira