Liverpool í toppsætið á nýjan leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 16:59 Darwin Nunez skoraði þriðja mark Liverpool í dag. Vísir/Getty Fyrir leikinn í dag var Liverpool í öðru sæti deildarinnar eftir að Manchester City hafði náð efsta sætinu fyrr í dag með sigri á Everton. Lið Liverpool mætti laskað til leiks eins og oft áður í vetur en markvörðuinn Alisson var meðal annars fjarri góðu gamni. Lærisveinar Jurgen Klopp spiluðu ekki sérlega vel í fyrri hálfleiknum. Liðinu gekk illa í upphaflega að ná almennilegri pressu á lið Burnley og voru ekki sjálfum sér líkir. Diogo Jota náði hins vegar að brjóta ísinn á 31. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. James Trafford leit ekki vel út í markinu og eftirleikurinn fyrir Jota var auðveldur en Jota hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Trent Alexander-Arnold lagði markið upp en hann varð þar með stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Trent Alexander Arnold now has the most assists for a defender in Premier League history My right back @TrentAA pic.twitter.com/9gu83oqlTN— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) February 10, 2024 Burnley náði hins vegar að jafna metin fyrir hlé. Það mark kom einnig eftir hornspyrnu og var það Írinn Dara O´Shea sem náði góðum skalla sem Caoimin Kelleher í markinu réði ekki við. Staðan í hálfleik var 1-1 en í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið var sterkara. Liverpool spilaði mun betur og Harvey Elliot kom sterkur inn af bekknum og átti þátt í báðum mörkum Liverpool í síðari hálfleiknum. Fyrst átti hann sendinu í teiginn sem Luis Diaz gerði vel í að skalla í netið og síðan var það Darwin Nunez sem skoraði fjórða skallamark leiksins á 79. mínútu og innsiglaði sigurinn. Rétt áður en Nunez skoraði fékk David Fofana hins vegar dauðafæri til að jafna metin en nýtti það ekki. Lokatölur 3-1 og Liverpool með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppnum en Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á West Ham á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag. Enski boltinn
Fyrir leikinn í dag var Liverpool í öðru sæti deildarinnar eftir að Manchester City hafði náð efsta sætinu fyrr í dag með sigri á Everton. Lið Liverpool mætti laskað til leiks eins og oft áður í vetur en markvörðuinn Alisson var meðal annars fjarri góðu gamni. Lærisveinar Jurgen Klopp spiluðu ekki sérlega vel í fyrri hálfleiknum. Liðinu gekk illa í upphaflega að ná almennilegri pressu á lið Burnley og voru ekki sjálfum sér líkir. Diogo Jota náði hins vegar að brjóta ísinn á 31. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. James Trafford leit ekki vel út í markinu og eftirleikurinn fyrir Jota var auðveldur en Jota hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Trent Alexander-Arnold lagði markið upp en hann varð þar með stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Trent Alexander Arnold now has the most assists for a defender in Premier League history My right back @TrentAA pic.twitter.com/9gu83oqlTN— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) February 10, 2024 Burnley náði hins vegar að jafna metin fyrir hlé. Það mark kom einnig eftir hornspyrnu og var það Írinn Dara O´Shea sem náði góðum skalla sem Caoimin Kelleher í markinu réði ekki við. Staðan í hálfleik var 1-1 en í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið var sterkara. Liverpool spilaði mun betur og Harvey Elliot kom sterkur inn af bekknum og átti þátt í báðum mörkum Liverpool í síðari hálfleiknum. Fyrst átti hann sendinu í teiginn sem Luis Diaz gerði vel í að skalla í netið og síðan var það Darwin Nunez sem skoraði fjórða skallamark leiksins á 79. mínútu og innsiglaði sigurinn. Rétt áður en Nunez skoraði fékk David Fofana hins vegar dauðafæri til að jafna metin en nýtti það ekki. Lokatölur 3-1 og Liverpool með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppnum en Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á West Ham á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti