Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2024 07:47 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Ljóst er að lagið verður flutt á herbresku. Eurovision Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983. Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983.
Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“