Snjó ekki rutt burt, stórskemmt vallarhús og mörk og línur vantar Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 13:58 Vestramenn unnu sig upp í efstu deild í fyrra. Búið er að leggja nýtt gervigras á æfingavöll þeirra en ekki gera hann leikhæfan fyrir leiki í Lengjubikarnum, og enn er beðið eftir nýja aðalvellinum sem spila á á í Bestu deildinni. Facebook/Samúel og vísir/Diego Ísafjarðarbær þarf að þjónusta og styðja við fótboltastarfið í bænum með mun betri hætti en nú er. Þetta segir Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra. Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira