Fallegir innanstokksmunir og hönnunarvörur einkenna heimili Sólveigar Andreu, sem nú er komið á sölu. Vísir
Innanhúsarkitektinn Sólveig Andrea Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Hilmir Víglundsson, hafa sett glæsilegt endaraðhús sitt í Garðabæ á sölu.
Um er að ræða bjart og vel skipulagt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið, sem er 231 fermetrar að stærð er á skjólsælum stað í Akrahverfinu í Garðabæ.
Loftljós frá Flos setur mikinn svip á rýmið. Vísir
Þrjú til fjögur svefnherbergi eru í húsinu, stofa og eldhús í opnu rými, fataherbergi, sjónvarpsherbergi og tvö baðherbergi.
Frame sjónvarp sem lítur út eins og málverk fellur vel inn í myndavegg í stofunni.VísirSólveig Andrea er einn færasti innanhússhönnuður landsins og ber heimili hennar skýr merki um það. VísirVið hlið svefnherbergisins er rúmgott fataherbergi. VísirEinstaklega hlýlegt svefnherbergi þar sem veggir og loft eru málaðir í sama gráa litnum. Vísir
Í húsinu eru tvennar svalir, afgirtur garður og rúmgott bílastæði í innkeyrslu með hitalögn. Gólfhiti er á neðri hæð hússins og votrýmum efri hæðar.
Húsið er í Akrahverfi í Garðabæ þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla sem og einnig matvöruverslanir, heilsugæslu og fleira. Vísir
Eignin verður sýnd á opnu húsi í dag, 5. febrúar, á milli klukkan 17 og 17:30. Nánari upplýsingar má finna á Fasteignavef Vísis.