Úrslitaleikur HM 2026 verður spilaður í New Jersey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Metlife leikvangurinn er heimavöllur NFL-liðanna frá New York borg. Leikvangurinn hýsti Super Bowl leikinn árið 2014. Getty/John Moore Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið það hvar leikirnir verða spilaðir á næsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira