Hissa á ákvörðun Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 17:46 Toto Wolff er hissa á ákvörðun Lewis Hamilton um að yfirgefa Mercedes, en skilur hana þó. James Gasperotti/Ciancaphoto Studio/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi tekið ákvörðun um að yfirgefa liðið að komandi tímabili loknu. Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“ Akstursíþróttir Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“
Akstursíþróttir Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn