Lést viku eftir frumsýningu Útkalls: „Hann var svo þakklátur að fá að faðma bjargvættinn sinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 07:00 Ingvi Hallgrímsson var einn af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, sem sökk á milli Íslands og Færeyja þann 9. mars 1997. Skjáskot „Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi. Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“