Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 06:49 Palestínumenn á flótta frá norðurhluta Gasa. epa/Mohammed Saber Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira