Endurspila leikinn frá upphafi vegna VAR mistaka Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 12:01 Vítaspyrnan sem Schmeichel varði var dæmd ólögleg, en hefði átt að vera endurtekin. Isosport/MB Media/Getty Images Leikur Anderlecht og Genk í belgísku úrvalsdeildinni verður endurspilaður frá upphafi vegna slæmra mistaka VAR dómara leiksins. Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda.
Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira
Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31
Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01