„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2024 22:14 Viðar Örn bölvaði umferðinni í Reykjavík eftir leik Þórs og Hattar í Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
„Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49