Luis Rubiales þarf því að svara til saka fyrir rétti fyrir að kyssa Jennifer Hermoso, leikmann heimsmeistara Spánar, í verðlaunaafhendingunni eftir úrslitaleik HM síðasta sumar.
Spanish judge proposes Rubiales go on trial for World Cup kisshttps://t.co/fQh4rS8I2i
— Punch Newspapers (@MobilePunch) January 25, 2024
Málið hefur verið í svokölluðum undirbúningsfasa þar sem málsaðilar hafa komið fyrir dómarann og sagt frá sinni hlið. Dómarinn taldi eftir að hafa heyrt vitnisburð þeirra að það væri næg ástæða fyrir því að málið fari áfram.
Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins þrátt fyrir að hafa reynt allt til þess að halda stöðu sinni. Hann hefur sakað leikmanninn um lygar en Hermoso hefur alltaf haldið því fram að kossinn hafi ekki verið með hennar samþykki.
Málið vakti gríðarlega athygli út um allan heim og í raun varpaði skugga á sögulegan heimsmeistaratitil spænsku stelpnanna. Málið hefur líka varpað ljósi á vandamálið sem er kynjamisrétti í spænskum fótbolta.
Rubiales verður kærður fyrir kynferðisbrot og þarf að verja sig ætli hann að forðast það að vera dæmdur í eins til fjögurra ára fangelsi.
Breaking News: A judge recommended that Spain s former soccer boss, Luis Rubiales, face trial for kissing a player at the Women s World Cup.https://t.co/Uc7ILxtY2U
— The New York Times (@nytimes) January 25, 2024