Segist ekki vilja láta bendla sig við skemmtistaðakeppni Sverris Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 18:53 Manuela vill ekki tengjast keppninni sem Sverrir heldur. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland segist ekki vilja láta bendla sig við fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland, sem er í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Myndir af nýlegum titilhöfum Ungfrú Íslands voru notaðar til að auglýsa keppni Sverris. Hann segir á fjórða tug hafa sótt um þátttöku. „Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir. Ungfrú Ísland Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
„Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir.
Ungfrú Ísland Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira