Fótbolti

Óskar Hrafn að setja saman fjölþjóðalið í Haugesund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýjustu leikmenn Haugesund eru þeir Jong-min Seo og Ismaël Seone sem kom heldur betur úr sitt hvorri áttinni.
Nýjustu leikmenn Haugesund eru þeir Jong-min Seo og Ismaël Seone sem kom heldur betur úr sitt hvorri áttinni. @fk_haugesund

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, er að setja saman nýtt lið hjá Haugesund í Noregi en hann tók við norska úrvalsdeildarliðinu fyrir áramótin. Tveir nýjustu leikmenn liðsins koma langt að.

Nýjasti leikmaður liðsins er mjög efnilegur átján ára strákur frá Búrkína Fasó í Vestur-Afríku. Sá heitir Ismaël Seone er einn efnilegasti sóknarmaður þjóðar sinnar í dag. Seone skrifaði undir samning út árið 2027.

Áður hafði Haugesund samið við kóreska kantspilarann Jong-min Seo en hann verður sá fyrsti frá Suður-Kóreu til að spila fyrir félagið. Seo hefur spilað í Evrópu í áratug þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Seo skrifar undir þriggja ára samning.

Seo fór upp í gegnum unglingastarfið hjá Eintracht Frankfurt en hann hefur spilað fyrir bæði Darmstadt og Dynamo Dresden. Hann var líka lánaður til Wacker Innsbruck í Austurríki þegar hann var nítján ára.

Óskar hefur líka sótt tvo unga leikmenn til Íslands því Hlynur Freyr Karlsson er kominn til liðsins frá Val og Anton Logi Lúðvíksson kom frá Breiðabliki. 

Báðir eru þetta fjölhæfir leikmenn sem hafa skapað sér nafn í Bestu deildinni þrátt fyrir ungan aldur en Hlynur Freyr verður tvítugur í apríl og Anton Logi verður 21 árs gamall í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×