Veit ekki hver birti framboðslega mynd af honum en útilokar ekkert Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2024 17:47 Jón Gnarr einbeitir sér að því að æfa leikrit á Akureyri. Vísir/Vilhelm Einhverjir ráku upp stór augu í dag þegar Facebook-síða Besta flokksins sáluga var uppfærð í fyrsta skipti í fleiri ár. Þar birtist ansi framboðsleg brjóstmynd af Jóni Gnarr, stofnanda flokksins. Hann segist ekki bera ábyrgð á breytingunni og ekki hafa tekið neina ákvörðun um nokkurs konar framboð. Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira