McBurnie tryggði Sheffield stig í ótrúlegum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 16:05 Oliver McBurnie reyndist hetja Sheffield United í dag. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Oliver McBurnie tryggði Sheffield United eitt stig með marki af vítapunktinum er liðið tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í ótrúlegum leik í dag. Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira