Þórsarar áfram í toppslagnum eftir sigur gegn Breiðablik Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 20:06 Allee og Wnkr mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti
Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti