Uppistaðan í uppskriftinni er mysuprótín, kúrbítur og spínat.
„Mörg hafa spurt um uppskrift að hnausþykka prótínbúðingnum sem Naglinn slafrar eftir æfingu ásamt súkkulaðihrískökum til að hefja prótínmyndun og viðgerðarferli eftir átökin við járnið. Þessum dúndur búðingi er líka slátrað fyrir svefninn í kvöldsnæðingi svo amínósýrurnar flæði um skrokkinn í lengsta föstuástandi sólarhringsins,“ skrifar Ragga meðal annars við færsluna.
Hollur bragðarefur
Hráefni:
- 1 skófla súkkulaði mysuprótín
- 1 tsk xanthan gum þykkingarefni - algjör nauðsyn
- Handfylli af niðursneiddum kúrbít
- Handfylli spínat
- 1-2 tsk skyndikaffiduft
- 50-60 ml möndlumjólk
- 10 klakar, í klakaboxastærð, eða tvö handfylli
Aðferð:
- Skella klökum í blandara og mylja mjölið smærra.
- Hella þá vatninu, svo prótíndufti, kaffidufti, xanthan gum.
- Ofan á það kemur kúrbítur og spínat.
- Hræra svo á hægustu stillingu blandarans. Þar sem massinn er hnausþykkur og lítill vökvi þarf stundum að stoppa og skrapa niður. Það er eðlilegt.
- Hræra svo í 2-3 mínútur þar til allt er orðið vel blandað saman og þú sérð hnausþykkan búðing í blandaranum.
- Hægt er að sáldra sweet like sugar erythritol yfir til að fá desertafíling í gleðina.
„Gúrmeti með muldum súkkulaðihrískökum eftir æfingu eða með hnetusmjörssósu fyrir svefninn í kvöldsnæðing,“ segir Ragga.