„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir lætur af störfum sem formaður KSÍ eftir mánuð. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér. Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson. KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira