Fjórði febrúar 2024 stór dagur fyrir gestgjafa HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 16:46 Gianni Infantino, forseti FIFA, og Victor Montagliani, forseti CONCACAF, bregða á leik í New York en þrjár þjóðir úr knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku hýsa næstu heimsmeistarakeppni. Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að gefa út leikjadagskrána fyrir næstu heimsmeistarakeppni karla 4. febrúar næstkomandi. HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir tvö ár og það eru því þrjú knattspyrnusambönd að halda keppnina. Þetta verður stærsta heimsmeistarakeppni sögunnar enda fjölgar þátttökuþjóðum um sextán frá síðasta HM í Katar. Það kallar á alls konar nýjungar í leikjadagskránni sem gerir þessa útgáfu fróðlegri en ella. Mesta spennan er samt í kringum það hvar úrslitaleikurinn fer en ljóst er að hann fer fram í Bandaríkjunum. Nú stendur valið á milli tveggja risastórra NFL-leikvanga eða AT&T Stadium í Texas og MetLife Stadium í New Jersey. Báðar borgir hafa staðið í harðri kosningabaráttu til að hreppa hnossið. Þegar HM fór fram síðast í Bandaríkjunum fór úrslitaleikurinn fram á Rose Bowl í Pasadena í Kaliforníu. Fjölmiðlar hafa slúðrað um það að það væri búið að velja AT&T Stadium í Arlington í Texas fylki sem er heimavöllur Dallas Cowboys liðsins. Samkvæmt upplýsingum ESPN hefur hvorugum aðilanum þó verið tilkynnt um slíkt. Þetta verður fyrsta heimsmeistarakeppnina með 48 þjóðum og því verða sextán leikvellir notaðir í keppnina. Borgirnar sem fá leik eru Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Kansas City, Los Angeles, Miami, New York/New Jersey, Philadelphia, San Francisco og Seattle í Bandaríkjunum; Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey Mexíkó og svo Toronto og Vancouver í Kanada. 2026 World Cup final venue to be revealed Feb. 4The match schedule for the 2026 FIFA World Cup in the United States, Mexico and Canada will be unveiled Feb. 4, FIFA announced Thursday.https://t.co/pUdr5ysj1G— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 18, 2024 HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir tvö ár og það eru því þrjú knattspyrnusambönd að halda keppnina. Þetta verður stærsta heimsmeistarakeppni sögunnar enda fjölgar þátttökuþjóðum um sextán frá síðasta HM í Katar. Það kallar á alls konar nýjungar í leikjadagskránni sem gerir þessa útgáfu fróðlegri en ella. Mesta spennan er samt í kringum það hvar úrslitaleikurinn fer en ljóst er að hann fer fram í Bandaríkjunum. Nú stendur valið á milli tveggja risastórra NFL-leikvanga eða AT&T Stadium í Texas og MetLife Stadium í New Jersey. Báðar borgir hafa staðið í harðri kosningabaráttu til að hreppa hnossið. Þegar HM fór fram síðast í Bandaríkjunum fór úrslitaleikurinn fram á Rose Bowl í Pasadena í Kaliforníu. Fjölmiðlar hafa slúðrað um það að það væri búið að velja AT&T Stadium í Arlington í Texas fylki sem er heimavöllur Dallas Cowboys liðsins. Samkvæmt upplýsingum ESPN hefur hvorugum aðilanum þó verið tilkynnt um slíkt. Þetta verður fyrsta heimsmeistarakeppnina með 48 þjóðum og því verða sextán leikvellir notaðir í keppnina. Borgirnar sem fá leik eru Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Kansas City, Los Angeles, Miami, New York/New Jersey, Philadelphia, San Francisco og Seattle í Bandaríkjunum; Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey Mexíkó og svo Toronto og Vancouver í Kanada. 2026 World Cup final venue to be revealed Feb. 4The match schedule for the 2026 FIFA World Cup in the United States, Mexico and Canada will be unveiled Feb. 4, FIFA announced Thursday.https://t.co/pUdr5ysj1G— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 18, 2024
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira