Matić hættur að mæta á æfingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 17:01 Nemanja Matic er samningsbundinn Rennes til ársins 2025 en hefur ekki látið sjá sig á æfingum undanfarna daga. Maria Jose Segovia/DeFodi Images via Getty Images Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. Matic gekk til liðs við Rennes síðasta sumar eftir eitt ár hjá AS Roma. Þar áður hafði hann leikið fyrir Manchester United, Chelsea og Benfica. Rennes gaf svo út yfirlýsingu í þar sem Matic var skammaður fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum undanfarna daga. Matic sást yfirgefa borgina sína ásamt fjölskyldu fyrir þremur dögum síðan, en lét engann hjá félaginu vita af brotthvarfinu. Félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og óskiljanlega þar sem um reynslumikinn leikmann væri að ræða, sem er samningsbundinn félaginu til ársins 2024. Réaction du Stade Rennais F.C. au sujet de l’absence de Nemanja Matić aux entraînements— Stade Rennais F.C. (@staderennais) January 11, 2024 Sögusagnir hafa lengi verið á lofti um ósætti Matic eftir komuna til Rennes. Lyon hefur verið talinn líklegasti áfangastaður kappans. Hann greip þó sjálfur til samfélagsmiðla í gær, axlaði ábyrgð á fjarveru sinni og útskýrði hvað honum stæði til. Déclaration de Nemanja Matic dans sa story Instagram 📸#Matic pic.twitter.com/dhSpDq5FjB— ❤️QH69💙 (@Quentin_Amg63) January 11, 2024 Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Matic sé ósáttur við Rennes vegna brotinna loforða um skólagöngu barna sinna. Félagið hafi lofað því að þau gætu sótt sama alþjóðlega skóla og þau hafa alltaf gert, en síðan kom á daginn að skólinn hafði enga starfsemi í borginni. Hvað verður um miðjumanninn knáa er enn óljóst, eins og hann segir sjálfur mun hann funda með Rennes um framhaldið en ólíklegt verður að teljast að hann haldi kyrru fyrir hjá félaginu. Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Matic gekk til liðs við Rennes síðasta sumar eftir eitt ár hjá AS Roma. Þar áður hafði hann leikið fyrir Manchester United, Chelsea og Benfica. Rennes gaf svo út yfirlýsingu í þar sem Matic var skammaður fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum undanfarna daga. Matic sást yfirgefa borgina sína ásamt fjölskyldu fyrir þremur dögum síðan, en lét engann hjá félaginu vita af brotthvarfinu. Félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og óskiljanlega þar sem um reynslumikinn leikmann væri að ræða, sem er samningsbundinn félaginu til ársins 2024. Réaction du Stade Rennais F.C. au sujet de l’absence de Nemanja Matić aux entraînements— Stade Rennais F.C. (@staderennais) January 11, 2024 Sögusagnir hafa lengi verið á lofti um ósætti Matic eftir komuna til Rennes. Lyon hefur verið talinn líklegasti áfangastaður kappans. Hann greip þó sjálfur til samfélagsmiðla í gær, axlaði ábyrgð á fjarveru sinni og útskýrði hvað honum stæði til. Déclaration de Nemanja Matic dans sa story Instagram 📸#Matic pic.twitter.com/dhSpDq5FjB— ❤️QH69💙 (@Quentin_Amg63) January 11, 2024 Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Matic sé ósáttur við Rennes vegna brotinna loforða um skólagöngu barna sinna. Félagið hafi lofað því að þau gætu sótt sama alþjóðlega skóla og þau hafa alltaf gert, en síðan kom á daginn að skólinn hafði enga starfsemi í borginni. Hvað verður um miðjumanninn knáa er enn óljóst, eins og hann segir sjálfur mun hann funda með Rennes um framhaldið en ólíklegt verður að teljast að hann haldi kyrru fyrir hjá félaginu.
Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira