Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 10:26 Galcerán hefur unnið sig upp innan flokks síns á sama tíma og hún hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið. Getty/Jorge Gil Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“ Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“
Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira