Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2024 07:01 Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. Í dag og á morgun ætlum við að rifja upp Áskorunarviðtöl ársins í fyrra. Við byrjum á viðmælendum sem deildu í einlægni sögum sínum og góðum ráðum, en á morgun rifjum við upp viðtöl við ýmsa sérfræðinga. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, hvort heldur sem er veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Ást hjóna og sorg kom fram í nokkrum viðtölum. Fyrst með viðtali við Rúnu Didriksen, sem sagði okkur frá því hvernig það var að missa maka eftir nokkur erfið ár í veikindum. Stöðu sem margir óttast að lenda í. Áður hafði Rúna misst son í bílslysi. „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ sagði Rúna meðal annars. Dauðinn spyr hins vegar ekki um aldur og saga Sjafnar Gunnarsdóttur er vægast sagt átakanleg, en hún missti unnusta sinn, Loga Guðjónsson, þegar hann var aðeins 35 ára. Þau voru enn að halda upp á trúlofunina þegar áfallið reið yfir: „Sjöfn,“ kallaði hann. „Ég vissi um leið og ég heyrði hvernig hann sagði nafnið mitt að það var eitthvað mikið að.“ Nokkrum klukkustundum síðar var hann allur. Magnús Bragason Vestmannaeying þekkja margir, en hann deildi því með lesendum Vísi í fyrra hvernig upplifun það er að vera með Parkison. Sem Magnús líkir við að vera eins og lélegt netsamband, þar sem heilinn hreinlega nær ekki að senda boðin til líkamans. Magnús er sterkur karakter eins og reyndar einkennir viðmælendur Áskorunar. Lengst af stressaður atvinnurekandi og faðir, sem einfaldlega bjóst við að læknir myndi senda í frí til að ná úr sér stressinu. Og eins og margir þekkja sem glíma við erfið veikindi, er afneitun oft áberandi í upphafi. „Mér fannst fyrst eins og greiningin væri bara tilkynning um einhverja endastöð en staðan var samt þannig að við vorum í mikilli vinnu, enda með rekstur sem ekki var hægt að hlaupa frá. Ég fór því fljótlega að vinna og steig þá bara vel á bensíngjöfina. Tók eiginlega ákvörðun um að samþykkja ekki sjúkdóminn. Sem ég gerði ekki í mörg ár.“ Ein átakanlegasta saga sem birtist í Áskorun í fyrra er saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur. Alin upp í óreglu, í ofbeldissamböndum sem ung kona, fjögurra barna móðir sem missir eitt barn í bílslysi og á annað barn sem lamast tuttugu árum síðar í öðru bílslysi. Barnsfaðir Maríu lést í sama bílslysi og sonurinn. Þannig að þú heldur að hann hafi ætlað ykkur illt? „Já.“ María er ótrúlega sterk kona sem gefur mikið af sér og segir fallega frá, þótt viðfangsefnið hafi verið erfitt og oft á tímum einfaldlega skelfileg frásögn. Ástin getur samt líka verið áskorun að takast á við og síðastliðið vor deildu þeir sögu sinni með okkur þeir Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Hólmar Karlsson, sem eru ástfangnir upp fyrir haus en komu seint út úr skápnum. Þá fjölskyldufeður eftir margra ára sambönd. Enda af kynslóð sem hræddist mjög viðtökur gagnvart samkynhneigð sinni. Horfandi á skyldfólk sem margt þurfti jafnvel að flýja land vegna fordóma. Viðtalið við Ragga og Sigga er gott dæmi um hversu mikilvægt það er að fólk fylgi hjartanu og reyni að lifa drauminn sinn. Erfiðleikar í ástum snúast þó ekki alltaf um makasambönd því stundum eru erfiðleikar sem koma upp í fjölskyldum afar snúin mál. Þessa hliðina kynntumst við betur í viðtali við Sævar Þór Jónsson lögmann, sem lýsti því vel hvað getur gerst í kjölfar þess að leyndarmál eru opinberuð í bókum eða viðtölum. Að taka sitt eigið líf er vanlíðan sem vonandi fæstir kynnast á lífsleiðinni. En þessi líðan kemur þó fram í nokkrum erfiðum viðtölum. Athafnakonan Arnrún María Magnúsdóttir er rúmlega fimmtug og lærði of seint að setja það í forgang að hlúa vel að sjálfri sér og sinni líðan. Arnrún brann út í kjölfar áratuga álags og vinnu, fór í andlegt þrot, heilsuþrot, svo ekki sé talað um fjárhagslegt þrot í kjölfar bankahrunsins. Viðtalið er góð ábending um það hversu mikilvægt það er snemma á lífsleiðinni að hlúa vel að sjálfinu sínu. Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir er einstæð móðir sem fór frá því að vera í óreglu og fíkn yfir í að útskrifast úr háskólanámi og standa sína pligt sem aðstoðarforstöðukona á frístundaheimili. Saga Hafrúnar er lýsandi fyrir það hversu mikilvægur stuðningur er þegar kemur að einstaklingum sem vilja snúa við blaðinu, hætta í óreglu og/eða fá aðstoð við andlegum veikindum sínum. Menntasjóðurinn styrkti Hafrúnu til náms en viðtalið var birt á mæðradaginn, þegar Menntasjóðurinn stendur fyrir sinni fjáröflun. Talið berst að fordómum í viðtali við Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþega, bakara, hestamann, mótorhjólakappa og fjölskyldumann. Sem lýsir því hvernig það er fyrir 47 ára gamlan mann sem kann eiginlega lítið annað en að vinna mikið, að verða allt í einu öryrki. „Verst er þegar fólk spyr mann: Og hvað gerir þú? Því hvað á maður þá að segja? Á maður að svara: Tja, ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann....?“ Gunnar hlær en undirtónninn leynir sér ekki. „Það er enginn sem velur sér þetta,“ segir Gunnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson sat inni í sextán ár fyrir stórfelld fíkniefnasmygl. Í fyrra skiptið sem hann sat inni, hélt hann áfram að stýra starfseminni sinni og það var ekki fyrr en hann var dæmdur aftur og orðinn ástfanginn, sem hann var tilbúinn til að snúa við blaðinu. Sem hann þó telur að hefði getað orðið fyrr, hefði meiri stuðningur verið við hann sem brotamann 25 ára. Guðmundur er formaður Afstöðu og oft sýnilegur í fjölmiðlum vegna þessa. Í þessu viðtali segir hann þó sína sögu, meðal annars frá óttanum sem grípur um alla sem fara í fangelsi. Hversu harðir sem þeir þykjast vera út á við. Í viðtali við Völu Sigríði Guðmundsdóttur Yates má glöggt sjá hversu mikil áhrif og tilfinningalega erfið það er fyrir börn að eiga foreldri í neyslu. Því börn elska jú foreldra sína, sama hvað. „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt.“ Áhrif áfalla á börn er líka viðfangsefnið í jólaviðtali Áskorunar. Þar sem Hildur Guðmundsdóttir, lýsir því hvernig það er að vera barn sem missir systkini. Í hennar tilviki tvo bræður sem létust í eldsvoða. Hildur fór því frá því að vera þriðja yngst yfir í að verða elsta systkinið en oft er sorg systkina eins og sorg sem stendur á hliðarlínunni og virðist ekki fá það pláss sem hún þarf að fá. Því sorg allra á alltaf rétt á sínu plássi. Hildur lýsir því líka vel, hvernig það er að alast upp í mikilli sorg. „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki.“ Áskorun þakkar lesendum fyrir viðtökur og lestur á liðnu ári. Umsjónarmaður Áskorunar er Rakel Sveinsdóttir, rakels@syn.is. Góðu ráðin Fjölskyldumál Fíkn Ást er... Geðheilbrigði Heilsa Sorg Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. 11. ágúst 2023 07:00 Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Í dag og á morgun ætlum við að rifja upp Áskorunarviðtöl ársins í fyrra. Við byrjum á viðmælendum sem deildu í einlægni sögum sínum og góðum ráðum, en á morgun rifjum við upp viðtöl við ýmsa sérfræðinga. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, hvort heldur sem er veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Ást hjóna og sorg kom fram í nokkrum viðtölum. Fyrst með viðtali við Rúnu Didriksen, sem sagði okkur frá því hvernig það var að missa maka eftir nokkur erfið ár í veikindum. Stöðu sem margir óttast að lenda í. Áður hafði Rúna misst son í bílslysi. „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ sagði Rúna meðal annars. Dauðinn spyr hins vegar ekki um aldur og saga Sjafnar Gunnarsdóttur er vægast sagt átakanleg, en hún missti unnusta sinn, Loga Guðjónsson, þegar hann var aðeins 35 ára. Þau voru enn að halda upp á trúlofunina þegar áfallið reið yfir: „Sjöfn,“ kallaði hann. „Ég vissi um leið og ég heyrði hvernig hann sagði nafnið mitt að það var eitthvað mikið að.“ Nokkrum klukkustundum síðar var hann allur. Magnús Bragason Vestmannaeying þekkja margir, en hann deildi því með lesendum Vísi í fyrra hvernig upplifun það er að vera með Parkison. Sem Magnús líkir við að vera eins og lélegt netsamband, þar sem heilinn hreinlega nær ekki að senda boðin til líkamans. Magnús er sterkur karakter eins og reyndar einkennir viðmælendur Áskorunar. Lengst af stressaður atvinnurekandi og faðir, sem einfaldlega bjóst við að læknir myndi senda í frí til að ná úr sér stressinu. Og eins og margir þekkja sem glíma við erfið veikindi, er afneitun oft áberandi í upphafi. „Mér fannst fyrst eins og greiningin væri bara tilkynning um einhverja endastöð en staðan var samt þannig að við vorum í mikilli vinnu, enda með rekstur sem ekki var hægt að hlaupa frá. Ég fór því fljótlega að vinna og steig þá bara vel á bensíngjöfina. Tók eiginlega ákvörðun um að samþykkja ekki sjúkdóminn. Sem ég gerði ekki í mörg ár.“ Ein átakanlegasta saga sem birtist í Áskorun í fyrra er saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur. Alin upp í óreglu, í ofbeldissamböndum sem ung kona, fjögurra barna móðir sem missir eitt barn í bílslysi og á annað barn sem lamast tuttugu árum síðar í öðru bílslysi. Barnsfaðir Maríu lést í sama bílslysi og sonurinn. Þannig að þú heldur að hann hafi ætlað ykkur illt? „Já.“ María er ótrúlega sterk kona sem gefur mikið af sér og segir fallega frá, þótt viðfangsefnið hafi verið erfitt og oft á tímum einfaldlega skelfileg frásögn. Ástin getur samt líka verið áskorun að takast á við og síðastliðið vor deildu þeir sögu sinni með okkur þeir Ragnar Jakob Kristinsson og Sigurður Hólmar Karlsson, sem eru ástfangnir upp fyrir haus en komu seint út úr skápnum. Þá fjölskyldufeður eftir margra ára sambönd. Enda af kynslóð sem hræddist mjög viðtökur gagnvart samkynhneigð sinni. Horfandi á skyldfólk sem margt þurfti jafnvel að flýja land vegna fordóma. Viðtalið við Ragga og Sigga er gott dæmi um hversu mikilvægt það er að fólk fylgi hjartanu og reyni að lifa drauminn sinn. Erfiðleikar í ástum snúast þó ekki alltaf um makasambönd því stundum eru erfiðleikar sem koma upp í fjölskyldum afar snúin mál. Þessa hliðina kynntumst við betur í viðtali við Sævar Þór Jónsson lögmann, sem lýsti því vel hvað getur gerst í kjölfar þess að leyndarmál eru opinberuð í bókum eða viðtölum. Að taka sitt eigið líf er vanlíðan sem vonandi fæstir kynnast á lífsleiðinni. En þessi líðan kemur þó fram í nokkrum erfiðum viðtölum. Athafnakonan Arnrún María Magnúsdóttir er rúmlega fimmtug og lærði of seint að setja það í forgang að hlúa vel að sjálfri sér og sinni líðan. Arnrún brann út í kjölfar áratuga álags og vinnu, fór í andlegt þrot, heilsuþrot, svo ekki sé talað um fjárhagslegt þrot í kjölfar bankahrunsins. Viðtalið er góð ábending um það hversu mikilvægt það er snemma á lífsleiðinni að hlúa vel að sjálfinu sínu. Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir er einstæð móðir sem fór frá því að vera í óreglu og fíkn yfir í að útskrifast úr háskólanámi og standa sína pligt sem aðstoðarforstöðukona á frístundaheimili. Saga Hafrúnar er lýsandi fyrir það hversu mikilvægur stuðningur er þegar kemur að einstaklingum sem vilja snúa við blaðinu, hætta í óreglu og/eða fá aðstoð við andlegum veikindum sínum. Menntasjóðurinn styrkti Hafrúnu til náms en viðtalið var birt á mæðradaginn, þegar Menntasjóðurinn stendur fyrir sinni fjáröflun. Talið berst að fordómum í viðtali við Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþega, bakara, hestamann, mótorhjólakappa og fjölskyldumann. Sem lýsir því hvernig það er fyrir 47 ára gamlan mann sem kann eiginlega lítið annað en að vinna mikið, að verða allt í einu öryrki. „Verst er þegar fólk spyr mann: Og hvað gerir þú? Því hvað á maður þá að segja? Á maður að svara: Tja, ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann....?“ Gunnar hlær en undirtónninn leynir sér ekki. „Það er enginn sem velur sér þetta,“ segir Gunnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson sat inni í sextán ár fyrir stórfelld fíkniefnasmygl. Í fyrra skiptið sem hann sat inni, hélt hann áfram að stýra starfseminni sinni og það var ekki fyrr en hann var dæmdur aftur og orðinn ástfanginn, sem hann var tilbúinn til að snúa við blaðinu. Sem hann þó telur að hefði getað orðið fyrr, hefði meiri stuðningur verið við hann sem brotamann 25 ára. Guðmundur er formaður Afstöðu og oft sýnilegur í fjölmiðlum vegna þessa. Í þessu viðtali segir hann þó sína sögu, meðal annars frá óttanum sem grípur um alla sem fara í fangelsi. Hversu harðir sem þeir þykjast vera út á við. Í viðtali við Völu Sigríði Guðmundsdóttur Yates má glöggt sjá hversu mikil áhrif og tilfinningalega erfið það er fyrir börn að eiga foreldri í neyslu. Því börn elska jú foreldra sína, sama hvað. „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt.“ Áhrif áfalla á börn er líka viðfangsefnið í jólaviðtali Áskorunar. Þar sem Hildur Guðmundsdóttir, lýsir því hvernig það er að vera barn sem missir systkini. Í hennar tilviki tvo bræður sem létust í eldsvoða. Hildur fór því frá því að vera þriðja yngst yfir í að verða elsta systkinið en oft er sorg systkina eins og sorg sem stendur á hliðarlínunni og virðist ekki fá það pláss sem hún þarf að fá. Því sorg allra á alltaf rétt á sínu plássi. Hildur lýsir því líka vel, hvernig það er að alast upp í mikilli sorg. „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki.“ Áskorun þakkar lesendum fyrir viðtökur og lestur á liðnu ári. Umsjónarmaður Áskorunar er Rakel Sveinsdóttir, rakels@syn.is.
Góðu ráðin Fjölskyldumál Fíkn Ást er... Geðheilbrigði Heilsa Sorg Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. 11. ágúst 2023 07:00 Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02
Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. 11. ágúst 2023 07:00
Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00