Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2024 19:03 Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh. AP/Hatem Ali Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19