Hver er þessi feldur sem allir liggja undir? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 14:48 Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi. Mynd/Anders Kvåle Rue. Nú þegar ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson mun ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í júní næstkomandi hefur heldur betur bæst í hóp þeirra sem liggja undir feldi. Orðtak þetta er flestum Íslendingum kunnugt og merkir það að vera djúpt hugsi um eitthvað eða að ráðfæra sig við sjálfan sig um eitthvað. Það er þó kannski ekki öllum eins ljóst um hvaða feld er verið að ræða eða hvers vegna fólk í umhugsunarferli kýs að leggjast undir feldinn. Undir hvaða feldi liggur hálf þjóðin um þessar mundir? Alls konar fólk að máta sig við embættið Eins og Vísir hefur greint frá jafnt og þétt síðustu daga frá tilkynningu Guðna liggja ófáir Íslendingar undir feldi og íhuga mögulegt framboð til embættis forseta Lýðveldisins. Þar má nefna Höllu Tómasdóttur, sem hlaut tæplega þrjátíu prósent atkvæða í kosningunni 2016 en laut í lægra haldi fyrir Guðna. En nöfn sem þjóðinni eru kannski ekki eins kunn stefna líka á að vera á kjörseðlunum í sumar eins og Hlynur Jónsson eða HJ Elite sem sagðist vera að máta sig við embættið í gær og Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitamaður úr Suðurnesjum sem gengur undir nafninu Kjullibangsi. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Laxness sem er einnig þekktur sem Dóri DNA, Páll Pálsson fasteignasali, Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkmaður í handbolta, Ástþór Magnússon athafnamaður og margfaldur fyrrum frambjóðandi og ýmsir í viðbót hafa allir viðrað hugmyndir sínar um framtíð á Bessastöðum á samfélagsmiðlum og í fréttatilkynningum og er þetta ekki tæmandi listi. Rekið til kristnitökunnar Orðatiltækið að liggja undir feldi á rætur að rekja allt aftur til kristnitöku Íslands sumarið 1000 og sögu Þorgeirs Ljósvetningagoða Þorkelssonar. Í Íslendingabók segir Ari fróði Þorgilsson að Ólafur Noregskonungur hafi send hingað til lands prestinn Þangbrand sem átti að breiða út kristna trú á Íslandi og skíra þá sem tóku við henni. Þingvellir á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Áður hafði kristniboð verið reynt með litlum árangri og allt stefndi í óefni í ljósi nýrra tilrauna Noregskonungs til að kristna þjóðina þar sem Alþingi hafði skipst í tvær fylkingar þeirra heiðnu og þeirra kristnu. Fylkingarnar höfðu hvor sinn lögsögumann og samþykktu ekki lög hvors annars. Báðar fylkingar sammæltust á endanum um að Þorgeir Ljósvetningagoði skyldi verða lögsögumaður allrar þessarar ungu þjóðar og ákveða fyrir fullt og allt hvaða trú Íslendingar skyldu taka. „En síðan er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð. En of morguninn eftir settist hann upp og gerði orð, að menn skyldu ganga til Lögbergs,“ segir í Íslendingabók. Íslendingar kristnir, með undantekningum Þegar allir höfðu safnast saman á Lögbergi hóf hann tölu sína og sagði að í óefni væri komið ef Íslendingar skyldu ekki hafa allir ein og sömu lögin. Hann sagði þessi sundrung þjóðarinnar myndu leiða til ófriðar sem yrði til þess að byggð í landinu legðist af. „Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað þá að allir menn á Íslandi skyldu vera kristnir og taka skírn en að útburður, hrossakjötsát og launblót skyldu áfram mega svo lengi sem lítið færi fyrir því. Blessunarlega er lítið um útburð og blót á Íslandi í dag en við getum þakkað Þorgeiri Ljósvetningagoða fyrir það að enginn þurfi að sæta útlegð fyrir að borða hrossakjöt og fyrir skemmtilegt orðtak sem mikið ber á í umræðunni síðustu daga. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Það er þó kannski ekki öllum eins ljóst um hvaða feld er verið að ræða eða hvers vegna fólk í umhugsunarferli kýs að leggjast undir feldinn. Undir hvaða feldi liggur hálf þjóðin um þessar mundir? Alls konar fólk að máta sig við embættið Eins og Vísir hefur greint frá jafnt og þétt síðustu daga frá tilkynningu Guðna liggja ófáir Íslendingar undir feldi og íhuga mögulegt framboð til embættis forseta Lýðveldisins. Þar má nefna Höllu Tómasdóttur, sem hlaut tæplega þrjátíu prósent atkvæða í kosningunni 2016 en laut í lægra haldi fyrir Guðna. En nöfn sem þjóðinni eru kannski ekki eins kunn stefna líka á að vera á kjörseðlunum í sumar eins og Hlynur Jónsson eða HJ Elite sem sagðist vera að máta sig við embættið í gær og Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitamaður úr Suðurnesjum sem gengur undir nafninu Kjullibangsi. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Laxness sem er einnig þekktur sem Dóri DNA, Páll Pálsson fasteignasali, Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkmaður í handbolta, Ástþór Magnússon athafnamaður og margfaldur fyrrum frambjóðandi og ýmsir í viðbót hafa allir viðrað hugmyndir sínar um framtíð á Bessastöðum á samfélagsmiðlum og í fréttatilkynningum og er þetta ekki tæmandi listi. Rekið til kristnitökunnar Orðatiltækið að liggja undir feldi á rætur að rekja allt aftur til kristnitöku Íslands sumarið 1000 og sögu Þorgeirs Ljósvetningagoða Þorkelssonar. Í Íslendingabók segir Ari fróði Þorgilsson að Ólafur Noregskonungur hafi send hingað til lands prestinn Þangbrand sem átti að breiða út kristna trú á Íslandi og skíra þá sem tóku við henni. Þingvellir á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Áður hafði kristniboð verið reynt með litlum árangri og allt stefndi í óefni í ljósi nýrra tilrauna Noregskonungs til að kristna þjóðina þar sem Alþingi hafði skipst í tvær fylkingar þeirra heiðnu og þeirra kristnu. Fylkingarnar höfðu hvor sinn lögsögumann og samþykktu ekki lög hvors annars. Báðar fylkingar sammæltust á endanum um að Þorgeir Ljósvetningagoði skyldi verða lögsögumaður allrar þessarar ungu þjóðar og ákveða fyrir fullt og allt hvaða trú Íslendingar skyldu taka. „En síðan er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð. En of morguninn eftir settist hann upp og gerði orð, að menn skyldu ganga til Lögbergs,“ segir í Íslendingabók. Íslendingar kristnir, með undantekningum Þegar allir höfðu safnast saman á Lögbergi hóf hann tölu sína og sagði að í óefni væri komið ef Íslendingar skyldu ekki hafa allir ein og sömu lögin. Hann sagði þessi sundrung þjóðarinnar myndu leiða til ófriðar sem yrði til þess að byggð í landinu legðist af. „Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað þá að allir menn á Íslandi skyldu vera kristnir og taka skírn en að útburður, hrossakjötsát og launblót skyldu áfram mega svo lengi sem lítið færi fyrir því. Blessunarlega er lítið um útburð og blót á Íslandi í dag en við getum þakkað Þorgeiri Ljósvetningagoða fyrir það að enginn þurfi að sæta útlegð fyrir að borða hrossakjöt og fyrir skemmtilegt orðtak sem mikið ber á í umræðunni síðustu daga.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira