Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 07:03 Ljóst er að innan ríkisstjórnar Netanyahu eru afar ólíkar skoðanir á því hvað á að verða um Gasa eftir að átökum lýkur. Gallant er fyrir miðju á myndinni. AP/Abir Sultan Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira