„Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. janúar 2024 07:01 Rebekka Rún Jóhannesdóttir og kærastinn hennar kveiktu á því að EY og Deloitte væru að sameinast þegar þau vöknuðu upp við að fá sams konar tölvupóst frá forstjórunum sínum. Rebekka er verkfræðingur, Dale Carnegie þjálfari og yfirverkefnastjóri hjá hinu sameinaða félagi Deloitte og EY. Vísir/Vilhelm „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. Rebekka er yfirverkefnastjóri hjá hinu sameinaða félagi Deloitte og EY, sem sameinaðist á dögunum undir merkjum Deloitte. Rebekka hafði þá starfað hjá EY síðan árið 2017 en hjá Deloitte starfaði kærastinn hennar, Ásgeir Kári Ásgeirsson. Þegar tilkynna átti um fyrirhugaðan samruna, sendu forstjóri Deloitte og forstjóri EY starfsfólki fyrirtækjanna sams konar tölvupósta. „Þetta gat ekki þýtt neitt annað,“ segir Rebekka. Kærustuparið starfar þó ekki saman. „Önnur ótrúleg tilviljun var að tveimur dögum áður en tilkynnt var um samrunann, sagði hann upp til að fara að starfa hjá Kerecis.“ Rebekka lærði verkfræði og er þjálfari hjá Dale Carnegie, ein af þeim allra bestu í heiminum samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum Dale Carnegie. Fyrir stuttu var Rebekka verðlaunuð af Dale Carnegie með hæsta skor sem þjálfari fyrir ungt fólk, annað árið í röð. „Það sem ég geri um hver áramót er að kortleggja framtíðarsýnina mína og skrifa niður hvernig lífið mitt lítur út núna og hvað ég sé fyrir mér eitt ár fram í tímann.“ Að hafa gaman að tölum Rebekka er fædd 24.júlí 1994 og alin upp í Reykjavík. Að verða þrítug má segja að Rebekka sé ein fyrsta kynslóðin sem hefur reynslu af því að búa á tveimur heimilum þegar hún var lítil. „Ég á tvo stjúpbræður, einn hálfbróður og eina hálfsystur,“ segir Rebekka og vísar þar til samsetningu mjög svo dæmigerðrar íslenskrar fjölskyldu. ,,Mamma er flugfreyja og ég flakkaði því á milli þess að búa í póstnúmeri 108 já henni yfir í að búa í Kópavoginum hjá pabba.“ Hún segir fyrirkomulagið hafa reynst sér vel sem barn. „Jú, jú, stundum gat þetta verið flókið og eflaust hafa tvö heimili haft mótandi áhrif á mig. En ég fékk má segja það besta af öllu, því hjá mömmu ólst ég upp að miklu leyti sem einbirni og fékk alla athyglina, en hjá pabba ólst ég upp með systkinum og ólst því upp sem ein af hópnum.“ Horfandi aftur til æskunnar segir hún það helst koma í hugann að vera úti að leika með krökkum í alls konar skemmtilegum útileikjum eða að æfa handbolta. Rebekka sá fyrir sér að fara í læknisfræði en kveikti á því í fyrsta líffræðiáfanganum í Versló að læknisfræðin ætti ekki við hana.Hins vegar átti stærðfræði og eðlisfræði mjög vel við hana og það voru kennarar í Versló sem hvöttu hana til að skoða verkfræðinámið eftir stúdentinn. „Allt sem tengist tölum fannst mér auðvelt og skemmtilegt, það átti ekki aðeins við um stærðfræði og eðlisfræði heldur líka fög eins og rekstrartengda bókfærslu, rekstrarhagfræði og svo framvegis. Ég valdi því að fara í rekstrarverkfræðina en viðurkenni að í upphafi vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í,“ segir Rebekka og enn er stutt í hláturinn. Fyrir tilviljun tók Rebekka þó skref sem kenndi henni markvisst að þora að fara út fyrir þægindarammann. En það var einmitt á Dale Carnegie námskeiði sem hún lærði það. „Já þetta var eiginlega þannig að tvítug vissi ég ekkert hvað mig langaði til að gera, en skráði mig fyrir tilviljun á Dale Carnegie námskeið. Þegar ég gerði það, hélt ég reyndar að ég væri að fara á ræðunámskeið.“ Annað kom á daginn. „Þetta var auðvitað allt annað og meira sem ég lærði á námskeiðinu. Meðal annars það að grípa tækifærin, segja já, hafa gaman og læra að fara út fyrir þægindarammann.“ Sem hún svo sannarlega gerði í kjölfarið. Næst var að fylgja eftir ráðleggingum kennaranna og skella sér í verkfræði í HR. „Ég tengi Dale Carnegie námskeiðið alltaf við ákveðin tímamót fyrir mig því í kjölfarið skellti ég mér í verkfræðina og bauð mig líka fram í nemendaráðið. Sem ég er ekki viss um að ég hefði gert ef ég hefði ekki verið búin að fara á þetta námskeið.“ Hvers vegna ekki? Vegna þess að á námskeiðinu lærði ég að hversu miklu það skiptir að vera með opin augu fyrir tækifærum og þannig vildi til að ég fæ stuttu eftir námskeiðið tölvupóst þar sem verið var að auglýsa eftir fulltrúa nýnema í nemendaráðið. Að öllu jöfnu hefði ég bara eytt þessum tölvupósti en vegna þess að ég var svo til nýbúin á námskeiðinu hugsaði ég með mér: Ég ætla að skoða þetta aðeins,“ segir Rebekka og bætir við: „Annað sem ég lærði líka á námskeiðinu var meira sjálfstraust. Sem var kannski ekkert of mikið þegar ég var sjálf nýnemi í HR og vissi að í nemendaráðinu væru lengra komnir nemendur sem þekktust öll fyrir. Á námskeiðinu er samt þjálfun í mannlegum samskiptum og það að eflast í þeim, eykur á sjálfstraustið.“ Rebekka sló því til, eyddi ekki tölvupóstinum heldur bauð sig fram og endaði með að sitja í nemendafélagi tækni- og verkfræðinema í tvö ár, fyrst sem nýnemafulltrúi og síðar sem formaður. Rebekka var síðan kjörin formaður Stúdentafélags HR og sinnti því hlutverki í eitt ár. „Það sama var upp á teningnum þegar EY hafði samband við mig vegna þess að þar vantaði verkefnastjóra. Samnemandi úr HR starfaði hjá þeim og hafði bent á mig,“ en Rebekka fór fyrst að vinna hjá EY árið 2017 og starfaði þar samhliða námi. Rebekka ehefur í tvö ár í röð hlotið verðlaun sem besti þjálfari Dale Carnegie fyrir ungt fólk í heiminum. Sjálf lærði hún að grípa tækifæri betur eftir að hún fór á námskeið, meðal annars að bjóða sig fram í nemendafélag í HR þar sem hún síðar varð formaður Stúdentafélags skólans. Mynd tv. er úr þjálfun en th. frá Stúdentafélagstímabilinu í HR. Fyrsta hugsun: Hvað verður um mig? Rebekka útskrifaðist úr verkfræðinni árið 2017, sem var nokkuð stórt ár fyrir hana því sama ár tók hún saman við kærasta sinn og sambýlismann og hóf meistaranámið sitt Rebekka og Ásgeir kynntust þegar þau störfuðu bæði í Arion banka sem fyrirtækjaráðgjafar. Ásgeir starfaði hins vegar hjá Deloitte þegar Rebekka byrjaði að vinna hjá EY. Fyrir samruna hjá EY störfuðu þar um áttatíu manns og eins og gengur og gerist á vinnustöðum, fer fólki brátt að finnast vinnustaðurinn eins og stórfjölskylda. „Maður þekkti auðvitað alla með nöfnum hjá EY þannig að vissulega var svolítið skrýtið þegar að við fluttum til Deloitte því þannig gekk samruninn fyrir sig,“ segir Rebekka. Hvernig upplifun er það að upplifa samruna í vinnu? Fyrstu viðbrögðin hjá held ég flestum er: Hvað verður um mig? Hjá mér var það til dæmis þannig að ég upplifði mig á mjög góðri vegferð hjá EY og þar sem samruninn þýddi að við færum undir hatt Deloitte vissi maður ekki hvaða breytingar þetta hefði í för með sér að vera að sameinast svona risastóru fyrirtæki. Ég viðurkenni því alveg að hafa fundist þetta svolítið ógnvekjandi í byrjun,“ segir Rebekka en bætir við: „En í dag myndi ég alls ekki vilja breyta eða fara til baka. Mér finnst þetta frábært. Þetta er samt svolítið merkileg upplifun því að manni finnst maður að vissu leyti vera að byrja í nýrri vinnu nema að maður þekkir nöfnin á hluta hópsins. Þetta er svona eins og að taka hálft skref í nýja vinnu.“ Starf Rebekku breyttist í raun ekki. Því hjá EY og nú Deloitte starfar hún mest við stefnumótun og ferla, rekstrarumbætur og fleira. „Hjá Deloitte starfaði sterkt stefnumótunarteymi og nú er ég hluti af því teymi.“ Hefði ykkur Ásgeir langað til að starfa saman? „Nei alls ekki,“ svarar Rebekka og skellir uppúr. „Við erum dauðfegin að svo hafi ekki orðið, enda hefðum við þá verið að vinna að sömu verkefnum í sama teymi,“ útskýrir hún. En hvernig kom það til að Rebekka varð þjálfari hjá Dale Carnegie? „Eftir námskeiðið sem ég sótti sjálf, var ég aðstoðarmaður þjálfara hjá Dale Carnegie í þó nokkur skipti og fannst það virkilega gaman. Því þótt ég hefði sjálf farið á námskeið, fannst mér ég alltaf læra eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég var aðstoðarmaður.“ Eftir hátt í tvö ár, spyr gestaþjálfari sem Rebekka var að aðstoða, hvers vegna hún skoðaði ekki sjálf að fara í þjálfarann. „Sem mér fannst alveg rosalegt að heyra því fyrir mér voru þjálfararnir bara í guðatölu,“ segir Rebekka og hlær. En í kjölfarið hófst það ferli sem fylgdi því að verða þjálfari, sem Rebekka hefur nú verið sjálf frá árinu 2019. „Það sem mér finnst skemmtilegast við að þjálfa sjálf er að sjá hversu geggjaður árangurinn getur verið hjá fólki sem kemur á námskeiðið og hversu ólíkur sá árangur getur verið því öll erum við svo ólík,“ segir Rebekka og útskýrir með dæmi. „Eitt sinn sagði kona til dæmis frá því í lok námskeiðsins að hún hefði alla tíð verið mjög óörugg með fatakaup. Að alltaf þegar hún vildi kaupa sér föt, var hún svo óviss að hún þurfti að ráðfæra sig við vinkonur. Áður en námskeiðinu lauk fór hún hins vegar sjálf, valdi sér föt og keypti án þess að tala við nokkurn. Þetta var frábær árangur fyrir hana en satt best að segja hefði mér aldrei dottið í hug að fatakaup gætu verið stór áskorun fyrir fólk. Þetta er dæmi um hvernig árangur hjá okkur getur verið svo persónubundinn og ólíkur á milli fólks.“ Um hver áramót tekur Rebekka stöðuna og skrifar niður atriði eins og Hvernig líður mér, hvar er ég í lífinu, hvaða markmiðum er ég búin að ná og svo framvegis. Síðan skrifar hún niður markmið ársins og brýtur þau niður fyrir komandi mánuði. Vísir/Vilhelm Hvatning og góð ráð Rebekka segir það vissulega fela í sér mikla hvatningu að vera verðlaunuð hjá Dale Carnegie á heimsvísu tvö ár í röð. Sérstaklega vegna þess að útreikningar á hæstu skorum þjálfara, byggja á þeirri endurgjöf og einkunn sem þátttakendur á námskeiðum hjá þjálfurunum hafa sjálfir veitt viðkomandi. Sjálf er hún fyrst og fremst svo ánægð með hversu miklu námskeiðið breytti fyrir hana persónulega á sínum tíma. „Það er svo verðmætt að læra að finna hugrekkið hjá sjálfum sér, þótt aðstæður kunni að virka nýjar eða óþægilegar. Og að vera maður sjálfur í öllum aðstæðum, hlusta á innsæið og læra að hafa trú á okkur sjálfum.“ Hvaða góðu ráð myndir þú gefa starfsfólki sem mögulega mun upplifa breytingar eins og samruna á komandi ári? „Ég myndi mæla með því að allir tileinki sér jákvætt viðhorf þótt fólki upplifi samruna svolítið eins og þeim sé einfaldlega hent í einhverjar breytingar. Að reyna frekar að velta upp spurningum eins og Hvaða tækifæri geta falist í þessu fyrir mig? Styðjast við rökhugsun frekar en tilfinningar.“ En hvaða ráð myndir þú gefa stjórnendum sem mögulega munu leiða samrunabreytingar á komandi ári? „Ég myndi ráðleggja stjórnendum að huga að einstaklingnum sjálfum innan fyrirtækjanna, ekki bara að tala út frá hvaða áhrif samruni hafi á veltu, stærð fyrirtækisins eða tækifæri til vaxtar. Frekar að tala til einstaklingsins þannig að hver og einn eigi auðveldari með að máta sig við hvaða tækifæri getur falist í samrunanum fyrir fólkið sjálft.“ En hvað myndir þú mæla með að fólk gerði sem vill kortleggja markmiðin sín eins og þú gerir fyrir hvert ár? Það sem ég geri er að ég tek stöðuna í dag með því að skrifa niður atriði eins og hvernig líður mér, hvar er ég í lífinu, hvaða markmiðum er ég búin að ná og svo framvegis. Síðan set ég mér markmið fyrir komandi ár og blanda þá saman markmiðum í leik og starfi þannig að ég sé að kortleggja hvoru tveggja. Markmiðin geta þá tengst vinnunni annars vegar en líka bara svona markmiðum eins og að stefna að því að heimsækja ömmu og afa einu sinni í mánuði eða að vera dugleg að hitta vinkonur mínar á árinu og svo framvegis. Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Styrkleiki en ekki aumingjaskapur að þora að hætta við og prófa sig áfram „Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu. 11. desember 2023 07:01 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Rebekka er yfirverkefnastjóri hjá hinu sameinaða félagi Deloitte og EY, sem sameinaðist á dögunum undir merkjum Deloitte. Rebekka hafði þá starfað hjá EY síðan árið 2017 en hjá Deloitte starfaði kærastinn hennar, Ásgeir Kári Ásgeirsson. Þegar tilkynna átti um fyrirhugaðan samruna, sendu forstjóri Deloitte og forstjóri EY starfsfólki fyrirtækjanna sams konar tölvupósta. „Þetta gat ekki þýtt neitt annað,“ segir Rebekka. Kærustuparið starfar þó ekki saman. „Önnur ótrúleg tilviljun var að tveimur dögum áður en tilkynnt var um samrunann, sagði hann upp til að fara að starfa hjá Kerecis.“ Rebekka lærði verkfræði og er þjálfari hjá Dale Carnegie, ein af þeim allra bestu í heiminum samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum Dale Carnegie. Fyrir stuttu var Rebekka verðlaunuð af Dale Carnegie með hæsta skor sem þjálfari fyrir ungt fólk, annað árið í röð. „Það sem ég geri um hver áramót er að kortleggja framtíðarsýnina mína og skrifa niður hvernig lífið mitt lítur út núna og hvað ég sé fyrir mér eitt ár fram í tímann.“ Að hafa gaman að tölum Rebekka er fædd 24.júlí 1994 og alin upp í Reykjavík. Að verða þrítug má segja að Rebekka sé ein fyrsta kynslóðin sem hefur reynslu af því að búa á tveimur heimilum þegar hún var lítil. „Ég á tvo stjúpbræður, einn hálfbróður og eina hálfsystur,“ segir Rebekka og vísar þar til samsetningu mjög svo dæmigerðrar íslenskrar fjölskyldu. ,,Mamma er flugfreyja og ég flakkaði því á milli þess að búa í póstnúmeri 108 já henni yfir í að búa í Kópavoginum hjá pabba.“ Hún segir fyrirkomulagið hafa reynst sér vel sem barn. „Jú, jú, stundum gat þetta verið flókið og eflaust hafa tvö heimili haft mótandi áhrif á mig. En ég fékk má segja það besta af öllu, því hjá mömmu ólst ég upp að miklu leyti sem einbirni og fékk alla athyglina, en hjá pabba ólst ég upp með systkinum og ólst því upp sem ein af hópnum.“ Horfandi aftur til æskunnar segir hún það helst koma í hugann að vera úti að leika með krökkum í alls konar skemmtilegum útileikjum eða að æfa handbolta. Rebekka sá fyrir sér að fara í læknisfræði en kveikti á því í fyrsta líffræðiáfanganum í Versló að læknisfræðin ætti ekki við hana.Hins vegar átti stærðfræði og eðlisfræði mjög vel við hana og það voru kennarar í Versló sem hvöttu hana til að skoða verkfræðinámið eftir stúdentinn. „Allt sem tengist tölum fannst mér auðvelt og skemmtilegt, það átti ekki aðeins við um stærðfræði og eðlisfræði heldur líka fög eins og rekstrartengda bókfærslu, rekstrarhagfræði og svo framvegis. Ég valdi því að fara í rekstrarverkfræðina en viðurkenni að í upphafi vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í,“ segir Rebekka og enn er stutt í hláturinn. Fyrir tilviljun tók Rebekka þó skref sem kenndi henni markvisst að þora að fara út fyrir þægindarammann. En það var einmitt á Dale Carnegie námskeiði sem hún lærði það. „Já þetta var eiginlega þannig að tvítug vissi ég ekkert hvað mig langaði til að gera, en skráði mig fyrir tilviljun á Dale Carnegie námskeið. Þegar ég gerði það, hélt ég reyndar að ég væri að fara á ræðunámskeið.“ Annað kom á daginn. „Þetta var auðvitað allt annað og meira sem ég lærði á námskeiðinu. Meðal annars það að grípa tækifærin, segja já, hafa gaman og læra að fara út fyrir þægindarammann.“ Sem hún svo sannarlega gerði í kjölfarið. Næst var að fylgja eftir ráðleggingum kennaranna og skella sér í verkfræði í HR. „Ég tengi Dale Carnegie námskeiðið alltaf við ákveðin tímamót fyrir mig því í kjölfarið skellti ég mér í verkfræðina og bauð mig líka fram í nemendaráðið. Sem ég er ekki viss um að ég hefði gert ef ég hefði ekki verið búin að fara á þetta námskeið.“ Hvers vegna ekki? Vegna þess að á námskeiðinu lærði ég að hversu miklu það skiptir að vera með opin augu fyrir tækifærum og þannig vildi til að ég fæ stuttu eftir námskeiðið tölvupóst þar sem verið var að auglýsa eftir fulltrúa nýnema í nemendaráðið. Að öllu jöfnu hefði ég bara eytt þessum tölvupósti en vegna þess að ég var svo til nýbúin á námskeiðinu hugsaði ég með mér: Ég ætla að skoða þetta aðeins,“ segir Rebekka og bætir við: „Annað sem ég lærði líka á námskeiðinu var meira sjálfstraust. Sem var kannski ekkert of mikið þegar ég var sjálf nýnemi í HR og vissi að í nemendaráðinu væru lengra komnir nemendur sem þekktust öll fyrir. Á námskeiðinu er samt þjálfun í mannlegum samskiptum og það að eflast í þeim, eykur á sjálfstraustið.“ Rebekka sló því til, eyddi ekki tölvupóstinum heldur bauð sig fram og endaði með að sitja í nemendafélagi tækni- og verkfræðinema í tvö ár, fyrst sem nýnemafulltrúi og síðar sem formaður. Rebekka var síðan kjörin formaður Stúdentafélags HR og sinnti því hlutverki í eitt ár. „Það sama var upp á teningnum þegar EY hafði samband við mig vegna þess að þar vantaði verkefnastjóra. Samnemandi úr HR starfaði hjá þeim og hafði bent á mig,“ en Rebekka fór fyrst að vinna hjá EY árið 2017 og starfaði þar samhliða námi. Rebekka ehefur í tvö ár í röð hlotið verðlaun sem besti þjálfari Dale Carnegie fyrir ungt fólk í heiminum. Sjálf lærði hún að grípa tækifæri betur eftir að hún fór á námskeið, meðal annars að bjóða sig fram í nemendafélag í HR þar sem hún síðar varð formaður Stúdentafélags skólans. Mynd tv. er úr þjálfun en th. frá Stúdentafélagstímabilinu í HR. Fyrsta hugsun: Hvað verður um mig? Rebekka útskrifaðist úr verkfræðinni árið 2017, sem var nokkuð stórt ár fyrir hana því sama ár tók hún saman við kærasta sinn og sambýlismann og hóf meistaranámið sitt Rebekka og Ásgeir kynntust þegar þau störfuðu bæði í Arion banka sem fyrirtækjaráðgjafar. Ásgeir starfaði hins vegar hjá Deloitte þegar Rebekka byrjaði að vinna hjá EY. Fyrir samruna hjá EY störfuðu þar um áttatíu manns og eins og gengur og gerist á vinnustöðum, fer fólki brátt að finnast vinnustaðurinn eins og stórfjölskylda. „Maður þekkti auðvitað alla með nöfnum hjá EY þannig að vissulega var svolítið skrýtið þegar að við fluttum til Deloitte því þannig gekk samruninn fyrir sig,“ segir Rebekka. Hvernig upplifun er það að upplifa samruna í vinnu? Fyrstu viðbrögðin hjá held ég flestum er: Hvað verður um mig? Hjá mér var það til dæmis þannig að ég upplifði mig á mjög góðri vegferð hjá EY og þar sem samruninn þýddi að við færum undir hatt Deloitte vissi maður ekki hvaða breytingar þetta hefði í för með sér að vera að sameinast svona risastóru fyrirtæki. Ég viðurkenni því alveg að hafa fundist þetta svolítið ógnvekjandi í byrjun,“ segir Rebekka en bætir við: „En í dag myndi ég alls ekki vilja breyta eða fara til baka. Mér finnst þetta frábært. Þetta er samt svolítið merkileg upplifun því að manni finnst maður að vissu leyti vera að byrja í nýrri vinnu nema að maður þekkir nöfnin á hluta hópsins. Þetta er svona eins og að taka hálft skref í nýja vinnu.“ Starf Rebekku breyttist í raun ekki. Því hjá EY og nú Deloitte starfar hún mest við stefnumótun og ferla, rekstrarumbætur og fleira. „Hjá Deloitte starfaði sterkt stefnumótunarteymi og nú er ég hluti af því teymi.“ Hefði ykkur Ásgeir langað til að starfa saman? „Nei alls ekki,“ svarar Rebekka og skellir uppúr. „Við erum dauðfegin að svo hafi ekki orðið, enda hefðum við þá verið að vinna að sömu verkefnum í sama teymi,“ útskýrir hún. En hvernig kom það til að Rebekka varð þjálfari hjá Dale Carnegie? „Eftir námskeiðið sem ég sótti sjálf, var ég aðstoðarmaður þjálfara hjá Dale Carnegie í þó nokkur skipti og fannst það virkilega gaman. Því þótt ég hefði sjálf farið á námskeið, fannst mér ég alltaf læra eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég var aðstoðarmaður.“ Eftir hátt í tvö ár, spyr gestaþjálfari sem Rebekka var að aðstoða, hvers vegna hún skoðaði ekki sjálf að fara í þjálfarann. „Sem mér fannst alveg rosalegt að heyra því fyrir mér voru þjálfararnir bara í guðatölu,“ segir Rebekka og hlær. En í kjölfarið hófst það ferli sem fylgdi því að verða þjálfari, sem Rebekka hefur nú verið sjálf frá árinu 2019. „Það sem mér finnst skemmtilegast við að þjálfa sjálf er að sjá hversu geggjaður árangurinn getur verið hjá fólki sem kemur á námskeiðið og hversu ólíkur sá árangur getur verið því öll erum við svo ólík,“ segir Rebekka og útskýrir með dæmi. „Eitt sinn sagði kona til dæmis frá því í lok námskeiðsins að hún hefði alla tíð verið mjög óörugg með fatakaup. Að alltaf þegar hún vildi kaupa sér föt, var hún svo óviss að hún þurfti að ráðfæra sig við vinkonur. Áður en námskeiðinu lauk fór hún hins vegar sjálf, valdi sér föt og keypti án þess að tala við nokkurn. Þetta var frábær árangur fyrir hana en satt best að segja hefði mér aldrei dottið í hug að fatakaup gætu verið stór áskorun fyrir fólk. Þetta er dæmi um hvernig árangur hjá okkur getur verið svo persónubundinn og ólíkur á milli fólks.“ Um hver áramót tekur Rebekka stöðuna og skrifar niður atriði eins og Hvernig líður mér, hvar er ég í lífinu, hvaða markmiðum er ég búin að ná og svo framvegis. Síðan skrifar hún niður markmið ársins og brýtur þau niður fyrir komandi mánuði. Vísir/Vilhelm Hvatning og góð ráð Rebekka segir það vissulega fela í sér mikla hvatningu að vera verðlaunuð hjá Dale Carnegie á heimsvísu tvö ár í röð. Sérstaklega vegna þess að útreikningar á hæstu skorum þjálfara, byggja á þeirri endurgjöf og einkunn sem þátttakendur á námskeiðum hjá þjálfurunum hafa sjálfir veitt viðkomandi. Sjálf er hún fyrst og fremst svo ánægð með hversu miklu námskeiðið breytti fyrir hana persónulega á sínum tíma. „Það er svo verðmætt að læra að finna hugrekkið hjá sjálfum sér, þótt aðstæður kunni að virka nýjar eða óþægilegar. Og að vera maður sjálfur í öllum aðstæðum, hlusta á innsæið og læra að hafa trú á okkur sjálfum.“ Hvaða góðu ráð myndir þú gefa starfsfólki sem mögulega mun upplifa breytingar eins og samruna á komandi ári? „Ég myndi mæla með því að allir tileinki sér jákvætt viðhorf þótt fólki upplifi samruna svolítið eins og þeim sé einfaldlega hent í einhverjar breytingar. Að reyna frekar að velta upp spurningum eins og Hvaða tækifæri geta falist í þessu fyrir mig? Styðjast við rökhugsun frekar en tilfinningar.“ En hvaða ráð myndir þú gefa stjórnendum sem mögulega munu leiða samrunabreytingar á komandi ári? „Ég myndi ráðleggja stjórnendum að huga að einstaklingnum sjálfum innan fyrirtækjanna, ekki bara að tala út frá hvaða áhrif samruni hafi á veltu, stærð fyrirtækisins eða tækifæri til vaxtar. Frekar að tala til einstaklingsins þannig að hver og einn eigi auðveldari með að máta sig við hvaða tækifæri getur falist í samrunanum fyrir fólkið sjálft.“ En hvað myndir þú mæla með að fólk gerði sem vill kortleggja markmiðin sín eins og þú gerir fyrir hvert ár? Það sem ég geri er að ég tek stöðuna í dag með því að skrifa niður atriði eins og hvernig líður mér, hvar er ég í lífinu, hvaða markmiðum er ég búin að ná og svo framvegis. Síðan set ég mér markmið fyrir komandi ár og blanda þá saman markmiðum í leik og starfi þannig að ég sé að kortleggja hvoru tveggja. Markmiðin geta þá tengst vinnunni annars vegar en líka bara svona markmiðum eins og að stefna að því að heimsækja ömmu og afa einu sinni í mánuði eða að vera dugleg að hitta vinkonur mínar á árinu og svo framvegis.
Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Styrkleiki en ekki aumingjaskapur að þora að hætta við og prófa sig áfram „Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu. 11. desember 2023 07:01 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Styrkleiki en ekki aumingjaskapur að þora að hætta við og prófa sig áfram „Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu. 11. desember 2023 07:01
Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00
Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00